Búið er að ákveða kort og fyrirkomulag kortavals fyrir S4. Um er að ræða langstærstu breytingu í þessum málum frá upphafi, og er það von p1mpa að menn kunni að meta þessa fersku strauma. Kerfið varð til í brainstormi undirritaðs á fundi Skjálftap1mpa í dag, og er svo sem sjá má til þess fallið að “nýju” kortin verði mikið spiluð.


Svona virkar svo dýrðin:

— kerfi —
Alls verður um sex kort að ræða: Urban, Teamjungle, Jungle1, Urban3, Murder og Tokyo.

Eðli þessa kerfis er slíkt að annaðhvort þarf að hvísla valinu að hlutlausum þriðja aðila, eða að skiptast á miðum með vali liðsins. Athugið að þetta er nauðsyn! Annað liðið á alls ekki að þurfa að nefna sitt val á undan hinu. Nú þegar það er á hreinu getum við haldið áfram. :)

-Fulltrúar hvors liðs byrja á að hafna einu af þessum þremur kortum: Urban3, Murder, Tokyo. (skiptast á miðum, eða hvísla að þriðja aðila)
-Í stað þess að neita einu korti geta liðin hafnað öllum þremur kortum, og krafist þess að fá að spila á einu af “heilögu þrenningunni”; Urban, Teamjungle, Jungle1. Hitt liðið fær þá að velja hvert þessara þriggja korta skal spilað! Engin neitun, Engar umræður; liðið sem ekki stakk upp á þrenningunni einfaldlega velur.

Möguleiki #1: Liðin hafna bæði einu af þremur kortunum (Urban3, Murder, Tokyo), og skal þá þriðja kortið spilað (það sem ekki var hafnað).
Möguleiki #2: Liðin hafna bæði sama korti (Urban3, Murder, Tokyo), og skal þá kastað upp á hvort þeirra tveggja sem eftir stendur skal spilað.
Möguleiki #3: Annað liðið hafnar öllum þremur: Hitt liðið fær að velja Urban, TJ eða J1.
Möguleiki #4: Bæði lið hafna öllum þremur: Hvort lið hafnar einu korti af þrenningunni, þriðja er spilað. Hafni bæði sama skal kastað upp á.

Nái liðin samkomulagi um teltekið map þarf þó ekki að beita þessu kerfi! Þannig getur eftirfarandi t.d. alveg gerst:
A: “Taka bara TJ?”
B: “Við erum til.”
A: “Flott, segjum það!”
— /kerfi —

Kerfið mun gilda _alla_ keppnina, allt frá riðlum til úrslitaleiks. Komi til hreins úrslitaleiks fær liðið úr loser's bracket að velja þrjú kort; liðið úr winner's bracket velur svo hvert þeirra verður spilað í oddaleiknum.


Kveðja,
Smegma