Ágætu leikmenn,
Nú standa hugsanlega stórar breytingar fyrir dyrum í Q3 CTF. Á næsta móti er vel hugsanlegt að keppt verði í Threewave Classic CTF í stað hins hefðbundna Q3 CTF. Verði Q3 CTF hins vegar ofan á getur vel hugsast að það verði 4v4. Ákvörðunin verður tekin innan örfárra daga, enda þurfa leikmenn og lið tíma til að venjast moddinu og læra á kortin. 4v4 Q3 CTF er þó alls ekki líklegur kostur, enda skráning fimm manna liða á S4 | 2001 komin ágætlega á veg.
Hérna eru helstu pælingar síðustu daga hjá mér, og athugið að með kostum og göllum á ég m.a. (og oft fyrst og fremst) við kosti moddanna sem keppnisgreina á Skjálftamóti:
CCTF
Kostir:
-Kærkomin tilbreyting fyrir marga, vænti ég
-Sterkara teamplay mod en Q3 CTF; grapple, runes, ammo/flag/rune drop
-100h spawn, $ breytur
Gallar:
-123MB download
-Splunkunýtt mod, böggar gætu komið fram
VQ3 CTF:
Kostir:
-Þarf ekki mörg auka download, flestir eiga nú þegar allt sem þarf
-Gameplay og kort sem allir þekkja :P
Gallar:
-Gameplay og kort sem allir þekkja :P (eins og ég hata þetta stílbragð) :)
-Lítið cappað í keppnisleikjum (a.m.k. 5v5), endalausar pattstöður
-Mótsdagskrá þolir illa löng sudden death, og FC time leysir það ekki vel
-Algjör stöðnun í kortamálum, engin samstaða um ný kort
Er mjög augljóst af þessu að ég er svolítið biased? :)
Að öllu gamni slepptu er staðan þó sú að valið fyrir S4 | 01 stendur á milli 5v5 CCTF, 5v5 Q3CTF og 4v4 Q3CTF. Eftir nokkurra daga pot og tilraunir er ég á þeirri skoðun að Threewave CCTF sé keppnishæft mod hvað bögga og fítusa varðar. Ofgnótt af kortum fylgir, og eru fjöldamörg þeirra þrælgóð; hafa a.m.k. þolað nokkurra daga spilun með ágætum. :)
Ákvörðunina þarf að taka innan örfárra daga - a.m..k ekki síðar en um helgina. Ég yrði síðastur manna til að ganga þvert á vilja samfélagsins, en í núverandi skoðanakönnun á Huga er skiptingin svo til hnífjöfn. Hugavote eru auðvitað engan veginn bindandi (né endilega hárnákvæm), en geta þó gefið góðar vísbendingar.
Tilgangur þessa bréfs er þó vitaskuld ekki eingöngu að reifa skoðanir mínar og andagift, heldur að koma lokaumræðu um þetta málefni af stað. Ég skora á þá sem láta sig málið varða að bera vizku sína á torg; öll svörin verða lesin, rökin vegin og metin, og ákvörðun tekin innan örfárra daga. Rant away!
Kveðja,
Smegma