Ég held að nphobic sé að misskilja aðeins þegar hann nefnir að markaðslögmálin séu að koma í veg fyrir leiki fyrir stelpur.
Leikjaframleiðendur, dreifendur og seljendur vita vel að það er einungis hálfur markaðurinn að kaupa leiki nú, þ.e. strákar og ef þeim tekst að búa til leiki fyrir stelpur gætu þeir tvöfaldað söluna.
Ég held að það sé klárt mál að dreifingarfyrirtækin séu með miklar markaðsrannsóknir í gangi þar sem hópur af sálfræðingum og fleiri þess háttar reyna að greina til hlítar hvernig afþreyingu og skemmtun stelpur sækist eftir. Síðan reyni þeir að yfirfæra það yfir í tölvuleiki.
Betarokk hittir örugglega naglann á höfuðið með þá leikjagerð sem höfðar til stelpna. Hinn helmingur markaðssetningarinnar er svo eftir, þegar búið er að búa til réttu vöruna. Eru tölvur og tölvuleikir nokkuð inni í myndinni hjá stelpum þegar þær hugsa um leiki eða afþreyingu ? Leikjaiðnaðurinn á trúlega langt í land með að breyta viðhorfi stelpna til tölvuleikja, ég hef þá trú að langflestar líti á tölvur sem “strákaleikföng” og gefi þeim þess vegna ekki séns. Og það er slæmt mál, ekki bara fyrir leikjaiðnaðinn, heldur allan upplýsingatæknigeirann og jafnrétti kynjanna þar.