Ég verð að segja fyrir mína parta, að mér finnst þetta point release vera algjör sori.
Í fyrsta lagi, þá sé ég ekki haginn í því að bæla niður allar hreyfingar hjá leikmönnum. Þetta hefur nokkra hluti í för með sér. Pirring hjá spilurum, meira hatur á rail hórum, eyðileggingu á nokkrum borðum, svo eitthvað sé nefnt.
Til að mynda er jdm8a orðið með þessu point release-i orðið hand ónýtt borð. Ekki vil ég allavega spila borð þar sem maður þarf að undirbúa sig reglulega vel áður en maður tekur 50 í health hoppið.
T4 er náttúrulega orðið hrottalega léilegt borð núna, þar sem að er mikið um jumppads.
Ef að einhver er skítsæmilegur með railer, og kemst í control, er <u>ENGIN</u> leið til að ná því aftur, vegna þess að um leið og þú ferð á jumppad, ertu rail target, það er ekkert sem þú getur hreyft þig til að aftra andstæðingnum frá því að skjóta þig, nema þá helst að rocket jumpa, sem er nú einnig góð ávísun á rail, sérstaklega þar sem litið er til þess að þú getur ekkert hreyft þig í rocket jumpi heldur, og andstæðingurinn ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með því að raila þig.
Svo er það um þessa bögga sem þetta á að hafa fixað, eins og með rammana.
ID sögðu að nú ættu rammar ekki að skipta máli, en við athuganir mínar á þessu kom annað á daginn.
Í Tourney2, þegar maður stendur hjá 25 í health og lætur sig droppa niður á RocketLauncher missir maður ekki neitt í orku með 125FPS, þannig að ég prófaði að setja maxFPS í 40, og láta mig detta. Hvað annað gerðist nema að ég missti orku.
Þessvegna spyr ég:
Hver í ósköpunum er tilgangurinn með þessu point release-i?
Er ID að reyna að fá fólk til að spila PRO-MOD?
Ég bara spyr.