EuroAQ nefndin hittist á fundi áðan þar sem atriði tengd EuroAQ voru rædd. Mættir voru:

Merlin (MBI)
Freud (QNI)
Raving (MaxTac)
Spanker (HJ)
Venient (mAIm)
Taranis (DON)

Einnig var undirritaður á staðnum í hlutverki húsvarðar (fundurinn haldinn í húsakynnum Opinna Kerfa) og ritara. Undirritaður tók ekki þátt í kosningum.

Fyrsta atriðið sem var rætt var hvaða stigakerfi við myndum vilja sjá á mótinu. Nefndin kaus prósentukerfið en ekki fjölda unninna mappa.

Svo voldum við heilögu þrenninguna (TJ, J1 og Urban) sem möpp liðsins.

Þá var komið að erfiðasta máli fundarins, að velja leikmenn í liðið. Þessi liður tók mestann tíma en fór samt mjög vel fram.
Nefndin byrjaði á að velja í púkk fullt af leikmönnum úr öllum clönum sem þótti koma til greina. Farið var sérstaklega yfir leikmenn þeirra clana sem ekki höfðu fulltrúa á staðnum.
Eftir það kusu nefndarmenn 15 manns úr þeim lista og svo voru atkvæðin talin og hér er niðurstaðan (í stafrófsröð):

Anti
Drulli
Chaoz
Core
Cygnus
Gimp
HeMan
Phrozen
Physic
Reaper
Slith
Turbo
Tewaky
Yonki
Van-Gogh

Nefndin reyndi að hafa jafn hlutfall milli snipera og autoa.
Nefndin ákað einnig að koma saman eftir c.a. mánuð til að fara yfir þetta aftur, til að gefa öðrum tækifæri til að vinna sig inní liðið og halda pressu á þá sem þegar eru í liðinu.
Hvaða fimm leikmenn sem spila hvern leik fyrir sig verða valdir fyrir hvern leik, með tilliti til þess við hvern er spilað og á hvernig borði, ásamt mætigu og frammistöðu á æfingum.
Nefndin auglýsir einnig eftir liðsstjórum/liðþjálfum til að sjá um æfingar og strat fyrir liðin. (Það er tímafrekt starf)