Frábær grein hjá þér. Þessi umræða mætti vera meira áberandi og ég er fullkommlega sammála þér um að það þurfi að búa til leiki sem henti stelpum betur.

En því miður þá ráða markaðslögmálin alltof miklu í tölvuheiminum þannig að því miður þá held ég að það verði ekki búnir til margir leikir sem henta stelpum betur. Það væri helst ef Lionhead studios, Bullfrog eða Elexir studios myndu ráðast í gerð þannig leiks.

En það eru þó nokkrir leikir sem ég hef lesið um og tekið eftir að stelpur fíla meira en aðra leikir. Hefurðu t.d. prófað einhvern góðan rpg leik eins og Planescape Torment. Hann er þannig að þú getur alveg valið hvernig þú vilt spila hann, hvort þú vilt slátra öllu sem verður í vegi þínu eða hvort þú ferð í gegnum hann með því að nota heilann og drepa sem fæsta. Leikurinn mótast alveg eftir því.

Svo er líka hinn klassíski Worms. Þó að hann gangi út að stjórna litlum sætum ormum sem eiga að drepa aðra orma þá er það eini leikurinn sem systir mín hefur skemmt sér í fyrir utan Tetris. Hann fékk einnig góða einkun í könnun sem PcZone gerði í sambandi við stelpur sem höfðu ekki spilað tölvuleiki vegna þess m.a. að þeim fannst allt þetta Löru Croft dæmi ömurlegt.

Síðan er náttúrulega hinn tímagleypandi Sims. Það er svo yndislega skemmtilegt að stjórna lífi fjölskyldu. Það eina við hann að þér finnst þú nýbyrjuð(aður) í leiknum en þá eru sex klst liðnar.

Þú ættir að einbeita þér að adventure, rpg, management og jafnvel stragegety leikjum því að stelpur virðast fíla þannig leiki best.

Ég vona fyrir þína hönd og allra annara stelpna að þessi málefni lagist.

Nphobic