Sælir félagar.

Guð minn góður, ég veit ekki hversu lengi ég hef beðið eftir þessum. Ég hef ekki sagt annað heldur en “VÁ” í allt kvöld en ég held að ég hafi orðið vitni að mjög stóru skrefi í skotleikjabransanum.

Leikurinn byrjar með góðri kennslu þar sem þú getur kynnt þér nýja fítusinn “Bullet Time” sem er það nálægasta sem þú kemst Matrix tæknibrellunum. Til að mynda ef þú skýtur úr sniper rifflinum þá situr myndavélin á kúlunni og flýgur með henni þangað til að hún hæfir andstæðingin. Þetta er ekkert nema snilld. Max getur notað “Bullet Time” til að dýfa sér frá aðsvífandi skotum. En hann hefur aðeins takmarkaðan tíma sem birtist í stundarglasi í neðra vinstra horninu. Þú getur aflað þér fleiri sekútna með því að skjóta andstæðinga.

Byrjun leiksins er mjög ógnvekjandi og þú færð að spila í gegnum hana í stað þess að horfa á hana sem bíómynd. Leikurinn hefst í nútíma þar sem Max stendur á þaki byggingar með lögregluþyrlur í kringum sig, maður hefur ekki hugmynd um afhverju en svöl rödd segir þér að til þess að komast að því hvað hefur gerst verður sagan að fara aftur þrjú ár í tímann. Maður kemst að því að Max upplifði “ameríska drauminn” eins og hann kallar það, eiginkonu, barn og starf sem lögreglumaður. Einn daginn kemur hann heim úr vinnunni og eitthvað virðist ekki vera með felldu. Maður spilar þetta ógnvekjandi atriði og kemst að morði konu hans og barni. Allt mjög truflandi.

Það kemur í ljós að gaurarnir sem brutust inn í hús Max voru eiturlyfjaneitendur sem eru háðir nýju eiturlyfi sem mafían í NYC er að selja. Max fer á eftir þeim til að hefna sín en lendir í nokkru miklu víðameira en hann bjóst við.

Leikurinn er mjög “smooth” (keyrði hann á PIII500mhz, 392MB RAM og Geforce 1) þegar hann notar MAXFX vélina frá Remedy. Leikurinn keyrir á 60fps og tapar varla ramma. Detailið í leiknum er ótrúlegt, öll skildi og veggspjöld eru lesanleg. Maður getur jafnvel kveikt á sjónvarpinu og horft á sápuóperu, nokk fyndið eða brjálaða teiknimynd.

Leikurinn spilast í þriðjupersónu sem ekki er hægt að breyta, mjög svipaður og MDK2 í stjórnun og maður lærir á þetta án vandræða á 1 mínútu. Góður spilari getur klárað leikinn á 7-8 tímum sem er frekar stutt en það er lífsreynsla að spila þetta skal ég segja ykkur. Það eru fullt af aukaborðum í leiknum sem þú getur opnað með því að klára leikinn á mismunandi hátt. Það er engin fjölspilun enda er þetta ekki alveg þannig leikur. Húmorinn er frábær í leiknum og mjög kaldhæðinn. Sagan í leiknum er eins og teiknimyndablað mjög vel teiknað og sett fram.

Brjálað flottur leikur sem allir verða að skoða.

5/5