Jæja…

Ég setti TNG á skjalfta4, öll port núna áðan. Þetta verður fyrsta public betan af servernum. Einu böggarnir sem við vitum um tengjast AQ-CTF hamnum.
Portin eru eins configguð og þau voru (FF, no FF og svo frv) svo það á ekkert að vanta og lítið ætti að hafa breyst nema bara TNG viðbætur.

Smá Info um TNG. TNG er afrakstur samstarfs 3ja aðila sem eru að búa til AQ servera. Þar fer fremstur í flokki Igor[Rock] sem er ábyrgur fyrir PGBUND servernum sem við höfum verið að nota á serverunum okkar og sá sem ég hef verið að breyta og bjó til minn uppúr. Svo eru þeir bakkabræður sLiCeR[dw] og Deathwatch sem bjuggu til AQ:Millenium serverinn og svo ég. (JB Coder).

TNG er með venjulegt Teamplay, FFA og allt sem var í PGBUND gamla en er með til viðbótar 3 teams ham, CTF ham og svo matchmode ham. Svo er TNG með low-lag soundkerfinu svo minna ætti að vera um lagg þegar mikið er um að vera á servernum.
Það að low-lag soundkerfið sé í þýðir að leikmenn verða að ná í annaðhvort lowlag soundpakkann eða TNG pakfælinn. VIð mælum þó með TNG pakfælnum því í honum er allt er varðar CTF (skin, sounds og models)

Endilega látiði mig vita ef það er eitthvað (sama hversu smávægilegt það er) að.

Svo fyrir þá sem ekki vita… Svona setur maður upp PAK fæl:

#1: Sækja fælinn á www.ra.is/TNGpak.zip
#2: Gá í ACTION folderinn á vélini ykkar (Algengt er C:\Quake2\action) og athuga hvaða *.pak skrár eru þar. Pak skrár heita pakX.pak og X er tala milli 0 og 9. Það þýðir að við getum haft pak0.pak, pak1.pak pak2.pak …. pak9.pak
#3: finna lausa pak tölu. Ég var með pak1.pak, pak2.pak, pak3.pak og pak4.pak. Það þýðir að t.d. pak5.pak er laust.
#4: unzippa TNGpak.zip. (Þá verður til TNGpak)
#5: Endurnefna TNGpak í pakX.pak (sjá lið 3)
#6: fá sér kóksopa því þú ert búin(n) :)

Rock on dewds/dewdette's