Nú fyrr í dag gerðust undur og stórmerki! Hópur af nokkrum nördum ákváðu að hittast uppi í valsheimili og stunda einhvers konar hreyfingu. Í fyrstu leit út fyrir að hátt í 50 manns myndu koma á staðinn en þegar upp var staðið voru 11 mætti. 5 Counter-Strike spilarar og 6 Quake spilarar.

Byrjað var á upphitun í körfubolta þar sem mikið var lagt upp úr því að hafa liðin sem sanngjörnust. Liðin voru eftirfarandi:

Allir yfir 180cm:
Ace-28
Stormur
Vulkanus
Spartakus (fór seinna yfir í hitt liðið)
Tyl3nol

Litla fólkið
qeySuS
Tran
eight
WarriorJoe
Danzter
forever

Eins og almenningur veit skiptir hæð engu máli í körfubolta og ákváðum við að taka þessum liðum með jafnaðargeði. Ég vill tala sem minnst um þennan leik þar sem ég tapaði en öllum að óvörum unnu stóru karlarnir 7-18

Að svo stöddu var ákveðið að skella sér á grasið og fara í fótbolta. Voru allir sammála um að núna væri kominn tími til að spila Counter-Strike á móti Quake og voru því liðin svona:

Quake:
eight
tran
qeySuS
forever
tyl3nol
vulkanus

Counter-Strike:
WarriorJoe
Ace-28
Danzter
Stormur
Spartakus

Eins og glöggir menn sjá eru counter-strikers einum færri en counter-strikers eru nú engar kveifur og hófu spiluðu leikinn einum færri. Þessi leikur var öllu skemmtilegri fyrir minn part þar sem ég fékk 2 mörk á mig en counter-strikers fengu eitthvað milli 20-30 á sig. Ef einhver man endanlega skorið endilega að pósta því hérna fyrir neðan. Þetta var prýðilega skemmtilegir leikir og endaði hann snögglega þegar hópur af fótboltastelpum vildu fá að bunnyjumpa á vellinum til að æfa sig.

Þess má hins vegar geta að að nokkrir CS mens voru meiddir fyrir og meiddu sig einnig Í leiknum sjálfum, og einnig heyrðist kvartað undan laggi og packetlossi á vellinum.

Allt í allt var þetta bara mjög skemmtilegt og væri gaman ef samfélögin sem eru nú að færast nær og nær myndu hittat meira. Hver veit nema þetta verði mánaðarlegur viðburður :)

Annars segi ég bara GG við þá sem ég spilaði við /quit

P.S. ég notaði nickin því ég efast um að fólk skilji ef ég segi “svo kom óli, en danni vildi það ekki þannig að kári…”