Nú ætla ég að tala beint frá hjartanu (wow):
Hver hefur ekki farið á skjalfti.simnet.is og póstað litlum skemmtilegum pósti? Ábyggilega margir, og mér fannst alltaf gaman að pósta einhverju sem hafði með quake að gera. En núna er eins og það sé ekkert að gerast þarna, póstar eru leiðinlegar (sumar voru þannig að vísu á skjalfti.isholf.is) og flestir búa til 2 línu greinar til að fá stig. Ekki nóg með allt þetta, allur skjálfta pakkinn (síðan, korkarnir etc.) er þungt í sniðum og erfitt í hleðslu.
Ég hef heyrt ýmsa segjast hata hugi.is, og ég er ekki í þeim hópi, en gamli góði skjálfta korkurinn er eitthvað sem ég sakna. Ef þið eruð í þessum hópi, væri gaman að heyra ykkar álit. Ef þið eruð ekki í þessum hópi, væri samt gaman að heyra ykkar álit. Og ef svo vill til að vefstjóri sé að lesa þetta, væri ekki óvitlaust að breytingar yrðu íhugaðar.
Kepler out.