“Perfect Dark
Besti skotleikur allra tíma hefur verið sagður
Goldeneye sem er fyrir Nintendo 64. Nýr leikur kom út fyrir skemmstu, Perfect Dark, sem margir segja enn betri leik. Í Perfect Dark er stúlkan Joanna Dark sem er harðsnúið hörkutól, hvort sem leysa þarf þrautir með slægð og útsjónarsemi eða með sprengjum og hamagangi.”
Ég veit ekki hver velur bestu skotleiki allra tíma en persónulega finnst mér Goldeneye né allir þessir kerlínga skotleikir (no offence ladies) neitt sérstakir (Tomb Raider og þar fram eftir götum). Og svo að spila skotleiki í leikjatölvum (PSX, Dreamcast og N64 svo eitthvað sé nefnt) Mér finnst bara fáránlegt að tala um flesta ef ekki alla skotleiki sem komast í fjölmiðla, bestu skotleikina. Bestu skotleikirnir að mínu mati eru þeir sem komu fyrst með sínar leikjavélar, dæmi: wolfenstein, doom og quake, sem allir eru frá ID sofware. Í sjálfu sér finnst mér fjölmiðlarnir bara vera að stela þeim heiðri frá ID sofware og gefa öðrum sem ekki eiga þann heiður skilið. En dæmi hver fyrir sig, þetta finnst mér um þetta mál.
-=$-[mystic
nossinyer // caid