Sumir kannast við það að festa sig í hurðum, það mætti jafnvel fara svo langt og segja það að sumir væru alltaf að festa sig í hurðum :). En það er til lausn á vandanum eins og sumir kannski vita og er hún fólgin í því að lagga sig út úr hurðinni. Ég ætlaði bara að senda þennan póst til að fræða fólk um þetta sem vissi þetta ekki. Ég á það til að lenda í því að festa mig í hurðum og ég bjó til alias til að losa mig úr hurðunum með því að halda ákveðnum takka inni. setja á allt á milli “//” inn í configinn. Hérna er svo configinn:
//LagOn
alias +lagon “rate 2;cl_maxfps 10;echo Lag Config On”
alias -lagon “rate 20000; cl_maxfps 100; echo Lag Config Off”
bind x “+lagon”
//
Svo er bara að skipta x út fyrir þann takka sem maður kýs að nota þetta í og bæta þessum línum í configinn eða setja exec lag.cfg í hann og setja inn það cl_maxfps sem maður notar sjálfur.
Rateið skiptir í sjálfu sér ekki máli, það er cappað í 8000 á skjálfta en það er betra að hafa 20000 þarna ef maður skyldi vera að spila á lani.
Tweaky