Ákveðið hefur verið að leyfa framvegis altgraphics á serverum og mótum. Þetta gildir vitaskuld um S2 | 2001. Fítusinn hefur í auknum mæli hlotið náð stórmóta á borð við CPL og XSI2, svo engin ástæða er til að bíða lengur með breytinguna.
Altgraphics breytir grafíkinni á plasma sellum og lightning gun eldingunni til jafns við það sem CPM leikmenn þekkja. Breytingin sjálf er alfarið client-side - einungis þarf að breyta gildi einnar breytu í server-configs til að gera leikmönnum kleift að nota fítusinn. Engin aukadownload eru nauðsynleg þar sem nýju LG og PG effectarnir eru í z-osp-extra099*.pk3, sem hefur verið “referenced” svo gott sem frá því að OSP var tekið í notkun á Skjálfta.
Til að nýta sér altgraphics er nóg að skrifa cg_altPlasma 1 og/eða cg_altLightning 1, svo ljóst má vera að breytingin hefur _engin_ áhrif fyrir þá sem ekki kjósa að nýta sér þessar skipanir.
Breytingin tekur gildi kl. 8:01 í fyrramálið :)