Fréttir úr AQ heiminum… (Vona að þetta réttlæti heila grein) ;)
Höfundar AQ Edition (PGBUND), AQ Millenium og ég hafa tekið höndum saman og búið til AQ þjón sem er að lang mestu byggður á PGBUND (Þeim sem við höfum notað), en með fídusum úr Millenium og mínum serverum.
Þessi þjónn heitir því stolta nafni AQ:TNG (The Next Generation).
Meðal skemmtilegra nýjunga er í honum AQ-CTF.
skjalfti5.simnet.is er allur að keyra betu af AQ:TNG sem er stilltur eins og hann var. Það þýðir að á portum 27910, 11 og 12 ættu menn ekki að finna fyrir neinum breytingum (amk engu drastísku).
Á porti 27913 er hinsvegar keyrandi AQ CTF :)
Endilega testiði þetta fyrir mig. Við ætlum að gefa út TNG fljótlega svo látiði mig vita af öllum undarlegheitum, sama hversu smávægileg þau geta virst.
AQ:TNG er að nota lowlag soundsystemið. Það má fá á:
http://action.gametown.de/bin/pgbund-1.25-client.zip
Í pakkanum er einnig nýtt og betra módel fyrir hjálminn og hitt og þetta fleira skemmtilegt.
Fyrir þá sem ekki vita þá getur lowlag soundpakkinn dregið verulega úr nettraffíkinni milli serversins og okkar og því dregið úr laggi sem myndast þegar mikið er á seyði á servernum.