Betarokk, frábær grein þarna.
ok, ég vildi bara koma nokkrum hugmyndum að leikjum fyrir þig á framfæri, þá meina ég ekki virtual Cosmopolitan eða þannig. Ég er soldið sammála þér, það ættu að vera til fleiri góðir leikir fyrir stelpur, reyndar veit ég um nokkra sem gætu ef til vill höfðað til þín;
Discworld Noir: hmmm, frábær fattleikur, svona ævintæyra stöff, var límdur við hann í 2 vikur og fílaði hann nokkuð vel, þetta er eins og þú varst að tala um, eins og nafnið gefur til kynna, svona “Noir” leikur. Þú leikur einkaspæjara í smábæ þegar morð verða framin og fólk hverfur. þitt hlutverk er að leysa vandann, svo augljóst er það, en þú lendir í fullt af vandræðum, löggan grunar þig t.d. um eitt morðið, eitt aðalvitnið hverfur og m.fl..! einkun: 8.5
Grim Fandango: SNILLD!! absolute snillld. Ekki skrýtið þótt hann var valinn sá 2 besti árið 1998. Þessum mæli ég spes vel með, hann er ógeðslega flottur, erfiður OG FYNDINN, reyndar náði ég aldrei að klára þennan, því ég er svona týpa sem vill ekki svinda í leikjum, fæ einfaldlega ekki sama “heiðurinn” þegar ég klára þá. En þessi er snilld, og ef ég væri þú myndi ég labba rakleitt útí búð núna og tjékka hvort þú finnur hann. Ok, þú ert spæjari í landi hinna dauðu, þar sem allir eru bara gangandi beinagrindur og stuff. þessi leikur reynir mikið á hugann og Hláturinn!!! einkun: 9.5
Start-Up: þetta er svona leikur eins og þú talaðir um síðast, eins og að stjórna svona auglýsingayrirtæki, hérna rekurðu þitt eigið fyrirtæki og átt með öllu móti að halda því gangadi, reyndar gafst ég upp á honum eftir örfáa daga, en mér fannst hann svona ákkurat svona leikur eins og þú talaðir um.s.s. þú átt að auglýsa og developa vörurnar þínar og auðvitað ráða starfsfólk og kaupa vélar og fleira. Einkunn: 7.5
Pizza Tycoon: þessi er einn af þessu gömlu góðu. ég hef séð hann í nokkrum búðum undir þessu “Classic games” dóti, semsagt þessu gömlu endur pakkaðir og ódýrari. hérna reynir mikið á allt, sköpunargáfu, peninga og margt fleira. ég hef verið í þessum núna í 4 ár og fer ennþá stundum í hann. Þú semsagt átt að stofna þinn eiginn pizzustað, kaupa húsnæði, innrétta staðina og kaupa hráefnin og BÚA TIL PIZZUNAR. þetta reynir semsagt á margt, svo geturu komið samkeppnisaðilum fyrir kattarnef með því að koma inn á staðina á næturnar og sprengja þá upp, eða bara henda rottum og fýlusprengjum þar inn um miðjann dag, svo þarftu að ráða starfsfólk og fleira. Reyndar er kominn númer 2 af þessum leik, en hann heitir “Pizza Syndicate” og er með betri grafík og feira, en mér finnst gamli MIKLU betri!! einkunn: 9.5
Theme Park og Theme Hospital: ég er soldill fan af báðum þessum leikjum og eru þeir stórskemmtilegir og búa yfir fínum húmor líka. Hérna áttu að byggja þinn eiginn Skemmtigarð/spítala og reka. þetta er stórskemmtilegt og mikið gaman. t.d. þarftu að sjá til þess að gestum þínum líði vel og einnig byggja allt og ráða starfsfólk. þú getur spilað þessa aftur og aftur og aftur og af….. well, ekkert mikið meira að segja um það, bara SNILLD. einkunn: 9
well, thats it for now, ég vona bara að þú hafir gagn af þessari grein og ég mæli með að þú farir á netið og reynir að finna síður þessara leikja og skoða nánar. ég vona einnig að þetta eigi eftir að koma sem flestum að gagni í val á næstu leikjum!
;) - ProPain