Á allra næstu dögum er von á nýju point release frá ID-Software. Meðal breytinga má nefna:

-Stóraukin þjöppun í netkóða, gæti hugsanlega stórgagnast mönnum með ISDN og lakari tengingar
-Alvarlegt exploit í 1.27 netkóðanum lagað, nýr network protocol = demos ekki backwards compatible
-“Pro” útgáfur af Q3dm6, Q3Tourney2, Q3dm13 og Q3Tourney4, ætlað fyrir 1v1 spilun.

Fyrir um 10 dögum barst ID Software tilkynning um alvarlegt exploit í Q3A 1.27 netkóðanum; ekki er um öryggisógnun að ræða, en nokkuð sem gerir hvaða script-kiddie sem er kleift að gjöreyðileggja spilun á server. Ég var svo “heppinn” að sjá ósköpin þegar Rhea var að skoða þetta, og þvíííílíkur viðbjóður er þarna á ferðinni :I

Þetta gaf ID augljóslega tilefni og motivation til að taka netkóðann í gegn, og niðurstaðan á m.a. að tryggja mun meiri þjöppun en við eigum nú að venjast. Vonum það besta!


Merkilegasta breytingin er þó Pro_kortin. Helst ber að nefna að á þeim öllum verður um 15 sec vopnarespawn að ræða - stór breyting þar! Lesið annars in-detail umfjöllun um breytingarnar <a href="http://quake.xsreality.com/?action=features&feature_id=122&category_id=1&page=1“ target=”new">hér</a>. Skeptískir ættu svo að gleðjast yfir því að kortin yfirskrifa ekki fyrirliggjandi dm6, t2, dm13 og t4, heldur bæta við pro_[nafnhér]. Sjaldan hafa “ný” kort þó átt meiri möguleika til víðtækrar spilunar:

-Tourney-organizer/ID Software-approved goes a long way :)
-ALLIR munu eiga kortin, þarf engu að downloada aukalega
-Væntanlega verður fólk fáanlegra til að spila varíasjónir af góðkunnum kortum en alveg ný?