C'est la vie Jæja ‘good necks’ eins og við segjum stundum.

Mikil sorg ríkir yfir í samfélagi quake'ara um þessar mundir, þeirra fáu sem eru eftir þ.e.a.s., hvað kom fyrir?

Það er nú orðið opnbert að skjálfti hefur verið spilaður í síðasta sinn á skjálfta, og er það sorgleg þróun sem hefur átt sér stað og hversvegna?
Hugsanlega vegna þess að devoted quake'arar sem hafa spilað síðan Quake 1/QW og til dagsins í dag eru bara orðnir of gamlir til að vera að keppa á skjálfta, of uppteknir í námi eða í húsdýragarðinum með krakkanum. Einu sem eru eftir í leikjaheiminum eru þeir sem eru að spila leiki sem eru annaðhvort mjög nýjir eða mjög einfalt að vera góður í sökum þess að quake'arar urðu of góður og þegar þessir ungu nýju leikjaáhugamenn gengu inní heim fyrstu persónu skotleikja höfðu þeir einfaldlega ekkert í Quake 2/AQ og Quake 3 spilara landsins og gáfust fljótlega upp og fóru að spila leiki eins og Counter-Strike, BattleField og PacMan, þar sem þurftu ekki ofurhæfileika til að geta enst lifandi lengur en 20 sec.

Núna er Quake 3 orðinn að engu meira en instagib í dm17 á milli umferða í CS eða camp á pillars í einstaka CA leik, jafnvel ungir spilarar crouchandi með rail á göngum q3w5 í stökum CTF pickupum. Það væri svosem ásættanlegt að leikur eins og Quake 3 hafi dáið þó það sé sorlegt, en slíkt gerist, eins og mátti sjá með t.d. AQ. Það sem virkilega pirrar mig er að Quake 3 vélin er líka að deyja hér á landi, sem sést þegar það eru einungis 7 lið í heild í leikjum sem keyra á Quake 3 vélinni, þá er ég að tala um ET og CoD. Og í tilefni þess vil ég skjóta fram þeirri spurningu, hvað sér fólk við þessar hægvirku lokuðu leikjavélar sem virka ekki/illa cross platform með hálfkláraða illa skrifaða gamla netvél sem notar of stóra pakka fyrir of litlar upplýsingar og krefjast þess að maður sé með nettengingu uppá 10.000 kr til að geta spilað?

Þið spurjið eflaust “hvert er hann að fara með þetta?”, ekkert, ég er ekki að fara neitt með þetta, þetta er jafn dauð grein og quake á skjálfta, og til marks um það hversu dauður leikurinn því miður er má sjá hvenær síðasta grein um Quake var skrifuð hér á huga og hversu mörg svör berast við þessari.

Svona undir lokin vil ég samt taka fram að þetta er ekki kveðjugrein þar sem ég er að kveðja Quake samfélagið og held að einhverjum sé ekki drullu sama afþví ég er að hætta heldur er þetta kveðjugrein til leiks og samfélags sem hefur því miður fade'að inní menntaheiminn og barneignarheiminn eða hvað það er sem hefur hægt og bítandi dregið leikmenn frá greininni.

ehh, gg? n1? tis was nice while it lasted?
. . .
pyo =)


kv. Kristmundur Freyr Guðjónsson
– – Theory, The one that explains them all
ps. Illa skrifað, illa stafset, illa alveg sama.