Í grein í Tölvur og tækni blaði sem fylgir mogganum í hverri viku er verið að tala um Vdsl
Hér er fréttinn
***
Gert er ráð fyrir að samvinna fjarskiptafyrirtækja um þróun á VDSL-staðlinum (Very High Speed Digital Subscriber Line) skili árangri en ráðgert er að staðallinn, sem getur flutt allt að 60 Mb/s til notenda í gegnum breiðband, 26 Mb/s frá heimilum og getur farið á breiðbandshraða eftir venjulegum símalínum, verði tilbúinn eftir hálft ár. Þetta kemur fram á danska netmiðlinum Comon, www.comon.dk. VDSL er sagt munu taka við af ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line), en sá staðall getur farið á 8 Mb/s til notenda en 1 Mb/s frá notanda. Sæmundur E. Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Landssíma Íslands, segir að það muni líða nokkur tími þar til VDSL-staðallinn fari í notkun, ekki síst í ljósi þess að ADSL sé að fara í notkun víða, meðal annars hér á landi. “Það er gert ráð fyrir að VDSL taki við af ADSL þegar bandvíddarþörfin verður slík að ekki verður hægt að sinna henni með ADSL, sem reyndar verður ekki almenn tækni fyrir en eftir nokkur ár. Við höfum haft áhuga á að gera prófanir með VDSL, en af því hefur ekki orðið enn sem komið er. Mér finnst samt líklegt að VDSL-þjónusta verði orðin aðgengileg einhvern tímann á næsta ári.” Sæmundur bendir á að þrátt fyrir að VDSL sé stórt stökk frá ADSL megi gera ráð fyrir að VDSL-tækni verði orðin of lítil fyrir heimili og fyrirtæki að 10 árum liðnum ef tækniþróunin heldur áfram með sama hraða. "Þá má fyrst gera ráð fyrir að eftirspurn eftir meiri hraða komi fram og að heimili muni þá biðja um meira en 100 Mb/s.



og ekki nóg með það en þá um þetta leiti er Lina.net byrjað að bjóða uppá ljósleiðara tengingar í heimahús og það vonandi á lægra verði!