Í gærkvöldi átti sér stað (einn) stærsti Quake leikur sem Íslendingar hafa háð á erlendri grund, en MurK mættu þá hinum nafntoguðu Svíum í All* í EuroCup3 viðureign. Þess má geta að á Quake 3 roster clansins eru hvorki meira né minna en Aim, Blue, DOOMer, LakermaN, NutCase, proZaC og Treble, en þremur af þessum sjö tefldi Evrópa fram gegn úrvali Norður Ameríku á XSI2 mótinu nýafstaðna. Clanið gæti hiklaust talist eitt af 2-3 sterkustu í heimi.

Spilað var á dönskum server, og voru ping um 30-50 All* í vil. Fyrir All* spiluðu DOOMer, LakermaN, Aim og Treble. Fyrir hönd MurK börðust Glitch, Scorpio-X, spass og Butch.

Leikur #1 var spilaður á cpm4, borði MurK. Leikurinn var fjörlegur frá byrjun, og náði hvorugt lið mjög miklu forskoti. Niðurstaðan varð 87-66 sigur All*, eftir jafnari leik en margir þorðu að vona.

Leikur #2 fór fram á q3dm7, að vali All*. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af mjög taktísku spili, og MurK náði furðugóðum tökum á RA, og náðu auk þess Quad runnum framan af. Eftir 6-7 mínútur var staðan 22-21 fyrir MurK, og kæmi það undirrituðum ekki á óvart þótt All* hafi að svo búnu ekki litist á blikuna. MurK missti þó rocket launcher í hendur þeirra All* manna, og í kjölfarið brotnaði svæðisspil Íslendinganna við RA, auk þess sem Quad árásir urðu mun erfiðari. All* náðu 60-8 “runni”, og lauk leiknum með 103-53 sigri All*. GG :)

Þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta að teljast góður árangur hjá MurK. Reynsla Íslendinga af svona leikjum er takmörkuð, og Skandinavíuriðlarnir í EC3 eru vægast sagt firnasterkir.

Undirritaður var á sjálfum keppnisservernum, og tók demo af báðum leikjum:

<a href="http://quake.simnet.is/smegma/MurK-vs-Allstars-ec3-cpm4.zip“>Leikur #1, cpm4</a>
<a href=”http://quake.simnet.is/smegma/MurK-vs-Allstars-ec3-dm7.zip“>Leikur #2, q3dm7</a>

<a href=”http://www.clanbase.com/news_league.php?mid=2400&lid=338“ target=”new“>Skjáskot og umfjöllum Clanbase</a>

All* leika svo við Ice Climbers kl. 18:00 á morgun, og ég mæli eindregið með að menn kíki á #eurocup á <a href=”http://quakenet.eu.org/servers/“ target=”new">QuakeNet</a> um það leyti. Þar verður í topic (vonandi) að finna upplýsingar um GTV og fleira. Athugið að taka allar warez/mp3 rásir úr autojoin áður en þið farið á QuakeNet - annað þýðir sjálfvirkt sólarhringsbann af öllu ircnetinu :)