Ég skrifaði ritgerð um ADSL fyrir skólann (http://notendur.centrum.is/~czar/sollicito/greinar/xdsl/index.htm) fyrir meira en ári síðan og síðan þá hafði ég verið að bíða og bíða eftir að ADSL mundi loksins koma til landsins. Og loksins kemur svo Landsíminn með þetta og bara vá dýrt, 30-40þús bara til þess að koma þessu upp og svo 6000kr á mánuði plús svo auka 500kr fyrir hver 100mb yfir 1gb, og þetta bara 256kbps tenging.

Annarstaðar í heiminum, í þeim löndum sem Landsíminn er alltaf að bera sig við þá er hægt að fá ADSL tengingu fyrir mun minni pening, þar er hægt að setja splitterinn upp sjálfur og sleppur þar með að borga einhverjum frá símafyrirtækinu að setja það upp. Þar er mjög oft frítt modem sem fólk fær þegar gerst er áskrifandi í gegnum ADSL og hægt er að hafa það svo lengi sem tengingin er í gegnum þetta ákveðna internet fyrirtæki. Og svo loks fyrir 6000kr á mánuð þá er hægt að fá allaveganna 512kbps downstream og 128kbps upstream, auk þess þarf maður ekki að borga aukalega fyrir það sem maður nær í.

Annað sem er okur líka hér á landi er að ADSL byggist á því að venjuleg kopar vír sem er til staðar í öllum húsum á landinu er notaður og maður borgar auðvitað fyrir þessa línu með símagjöldunum. Ef maður fær sér adsl borgar maður auka 3000kr fyrir þessa sömu línu.

Það seinasta er að í byrjun ársins var samið um ISO staðal í sambandi við tæknina bak við ADSL modem, gott mál, slæma málið er að þessi staðall á bara við um POTS línur en ekki ISDN línur. Landsíminn ákvað samt að hunsa þetta og velja aðra tækni sem gerir það að verkum að það er bara eitt modem á markaðnum sem virkar, þetta modem kostar 20-30þúsund og gengur ekki á Windows2000 seinast og ég vissi. Það hefði verið mun betra að nota bara tæknina sem allir eru að fylgja (nema landsíminn) og þá geta boðið upp á mun ódýrari modem og mun meira úrval. Ef ISDN notandi mundi vilja adsl þá væri bara hægt að losa sig við isdn boxið og allt það og breyat því yfir í POTS aftur.

Vona bara að íslandsími fari að bjóða upp á þetta líka, einokun er ömuleg.
_______________________