Kveikarar!
Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér hlutum með íslendinga og getu þeirra á evrópumælikvarða. Meðal annars hef ég verið að velta fyrir mér bæði eigin reynslu og annara. Þeir sem ég hef heimildir um að hafa spilað eitthvað af ráði eru einungis sp, fallen og MurK. sp reyndu fyrir sér smávegis í jolt, fallen í clanbase í CTF og að sjálfsögðu úti á QLAN í svíþjóð og MurK í clanbase.eurocup og CPL í Noregi.
Ég hef ákveðið að reyna fyrir mér sem leader (ásamt öðrum) yfir sameinuðu stjörnuliði íslendinga sem hafa áhuga fyrir því að reyna fyrir sér á evrópumælikvarða í CTF og TDM keppnum Clanbase. Það sem ég er að leita af eru traustir spilarar og dágóðann hóp af leikmönnum sem má rótera (eða clön sem spila saman) fyrir leiki.
Nafnið á liðinu verður Icelandic Smegma með clantagginu .is . Þetta nafn var valið af bæði húmor og virðingu við Jollann okkar sem hefur staðið með okkur kveikurunum í mörg ár með fjöldann allann af frábærum skjálftakeppnum að baki
Ég reyni að setja stefnuna strax á næsta clanbase summercup í CTF sem er haldinn með óhefðbundnum kortum ásamt því ða það er 4v4. Þessa keppni vil ég nýta mér til þess að venja leikmenn á hið háa ping sem við íslendingar búum því miður yfir ásamt því að fá reglur og schedule hluti á hreint fyrir leadera liðsins.
Valið verður í clanið eftir umsækjendum sem beinast til mín á irc undir nickinu Mud- eða á email doddisti@hotmail.com . Ég reikna með að hafa frekar stórann hóp til að leikir geta verið spilaðir án vandræða. ATH. Valið verður úr hópi umsækjenda eftir getu.
Hafið líka í huga að til þess að geta spilað í Clanbase þarf að hafa CD key sem virkar ásamt því að hafa Punkbuster client. Einnig vil ég vekja athygli á að Microphone og Communications forrit á borð við Ventrilo og Teamspeak verða notuð við hvern leik.
Notast verður við irc serverinn á gamesnet eða irc.gamesnet.com eða irc.barrysworld.com á rásinni #.is
Ég hvet ykkur til að sýna okkur feedback með áliti og umsóknum. Gerum ísland að fremstu quake 3 spilurum í evrópu og sýnum evrópu hvað í okkur býr!
Kveðja
diddy