Munurinn á kynjunum er mikill og er vísindalega sannað að konur eiga auðveldara með að einbeita sér að mörgum hlutum í einu meðan karlmenn eiga það til að vilja afgreiða eina hindrun áður en sú næsta gerir vart við sig.
Þess vegna finnst mér alveg einstaklega skrýtið að ekki séu til fleiri tölvuleikir búnir til með eðli kvenna í huga, þær einhvernveginn höndla ekki alveg eins vel að fara í gegnum borð eftir borð með eina hugsun í höfðinu: Finna, drepa, finna Við þurfum meira. drepa!!
Lara Croft er vinsælasta kvenhetjan okkar. Hún er alveg klár og sterk en ef maður pælir aðeins í þyngdarlögmálinu þá er vöxtur hennar og léttklæddu bombanna sem hafa komið fram í tölvuleikjum síðustu ára engann veginn eðlilegur, eiginlega bara allsendis óskiljanlegur og asnalegur yfir höfuð!!! Við eigum svo að vera svaka ánægðar því loksins eru komnar kvenhetjur og jafnréttiskenndinni er fullnægt.
Þeir sem búa til leikina vilja náttúrulega að við stöldrum við í þessari hugsun og kaupum alla leiki með gellum, þeir eru að kynna sterka kvenkaraktera sem við eigum að líta upp til og fíla því þær eru svo harðar og töff. En þegar maður er búinn að fara í gegnum nokkra leiki lítur samt út fyrir að þessir kvenmenn hafa frekar verið gerðir til að höfða til testósterons karlmanna í þessum fáránlega litlu pjötlum frekar en að vera fyrirmyndir okkar sem spila. Án þess að vera einhver feministi þá er samt skrýtið að ekki séu fleiri leikir stílaðir inn stelpur, þar sem við erum rosalega góðar í að eyða peningum og reyndar líta mætti á okkur sem náttúruauðlind fyrir leikjafrömuði.
Við erum gjörsamlega ónotaður markaður. Við erum með stelpumyndir, stelpubækur, stelpuþætti í sjónvarpinu – þannig að hvernig stendur á því að tölvuleikjafyrirtækin eru ekki í óðaönn að búa til vörur fyrir þennan verðmæta neytendahóp. Ég fór inn í tölvuleikjabúð um daginn og bað um flotta leiki fyrir gellu eins og mig. Ég veit ekki hvort ég á að vera móðguð eða hvað en strákurinn í búðinni sýndi mér: Cosmopolitan Virtual Makeover með Digital myndavél á aðeins tíuþúsundkall og Barbie. Þar sem ég, sem pæja, glími við á hverjum degi hvernig ég ætla að hafa hárið og málninguna o.s.frv. langar mig ekki að koma heim eftir langan dag og pæla aftur í þessum hlutum í Cosmoleiknum. Barbie er ekki skemmtilegur leikur en gerður með stelpur í huga og er plottið að fara í útreiðatúra á hoho og maður Hrönn Sveinsdóttir, 22 ára nintendo töffari er samt ekki alveg sammála mér í þessari staðhæfingu. Hún segir að stelpur geti alveg fundið leiki við sitt hæfi en þurfi bara að leita aðeins og hafa augun opin fyrir nýjungum. “Leikurinn sem ég er í þessa dagana heitir Silent Hill og er hann ekki stílaður inn á sérstakt kyn. Leikurinn byrjar á bílslysi þar sem aðalsöguhetjan, Harry Mason týnir dóttur sinni og ráfar um skuggalegan bæ til að finna hana. Leikurinn minnir á svona gamla svarta bíómynd (film noir) og er söguþráðurinn eftir því. Það sem er svo skemmtilegt er að Harry er bara venjulegur maður og þarf að ná andanum eftir að hafa hlaupið og sjálfur skíthræddur hvað eftir annað. Hjartslátturinn pumpar í stjórntækin og þessi leikur tekur mjög á bæði líkamlega og andlega. Ég held að stelpur yfir höfuð fái enga sérstaka fróun í leikjum sem byrja á slagsmálum og blóðsúthellingum eftir fyrstu mínútuna því markmiðið með leikjum er náttúrulega að toppa það sem á undan er komið, þannig að það sem sjokkerar fyrst verður bara leiðinlega þreytandi til lengdar eins og í leiknum Quake þar sem er bara labbað um í völundarhúsi og drepið. Söguþráðurinn verður að vera eins og vel skrifað handrit til að halda athygli spilarans.
Svo er ég líka að klára leikinn Driver sem einnig er með plott sem minnir á eldgamla mafíósamynd. Þar er spilarinn leynilögga sem leysir stigvaxandi glæpamál í hverju borði. Í byrjun leiksins verður maður bílpróf sem er mjög erfitt og var ég heilan dag að ná þessu prófi áður en ég gat byrjað að spila. Svo keyrir maður um götur San Francisco og leitar uppi mafíósa. Þetta er mjög sniðugur leikur því hann sameinar hugsana- og hraðaþörfina, þú þarft að fatta alveg fullt og vera geðveikur bílstjóri.” Það sem ég sá í tölvubúðinni var ekkert þessu líkt enda leitaði ég nú ekki mjög mikið en ég fann samt einn áhugaverðan leik tilvalinn fyrir stelpur sem spila: : Xena – Warrior Princess. Xena og Gabrielle eru vinkonur en Xena er náttúrulega aðal og Gabrielle fer yfirleitt í taugarnar á henni. Leikurinn byrjar á því að þær eru að ferðast í gegnum friðsælan skóg og Gabrielle er að æfa sig í spark-rútínunni sinni sem er svo pirrandi að hetjan okkar hún Xena lætur sig hverfa um leið og eitthvað kemur upp á. Fljótlega er bardaga prinsessan okkar í stórhættulegum dauðadansi við Kalabrax, sem slapp úr prísund og er kominn af stað með að mynda Alheimsreglu þar sem hann verður einvaldur og ógnvaldur. En fyrst verður hann að finna mannlega drottningu til að fórna og hver verður fyrir valinu? Auðvitað Gabrielle. Og Xena, lífsförunautur hennar verður að gera allt sem í þínu valdi hennar stendur til að bjarga Gabriellu.
Þarna er verið að bjarga bestu vinkonunni og er það ofsa stelpulegt, strákarnir vinna mest við að bjarga eigin skinni sem er reyndar ofsa strákalegt. Þess má samt geta að Xena- Warrior Princess fær heldur slæma dóma hjá gagnrýnendum En hvað viljum við stelpur sem spilarar? en eru þeir ekki allir einhverjir testósteron-nagla “Það eru alveg nokkrir leikir sem ég held að höfði til beggja kynja og eru það kannski einna helst svona hugsanaleikir. Ég nenni t.d. engan veginn að vera í einhverjum hermannaleikjum eins og vinir mínir. Ég þarf alltaf skemmtileg plott og má meira gera út á tónlist og áhrif tónlistar í leikjum. Ef ég myndi búa til leik, myndi ég hafa Dario Argento (leikstjóra) sem fyrirmynd og gera leik í líkingu við kvikmynd hans Suspiria. Sú mynd fjallar um blóðrauðan balletskóla í hjara veraldar og illa innrætta starfssemi hans. Mjög rauð mynd með geðveikri tónlist og gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn, leikir verða að skilja eftir pláss fyrir ímyndunaraflið.” Kannski Hrönn sé ekki hin dæmigerða estrógen pumpa eins og margar aðrar stelpur og leitaði blaðamaður að hugmyndum um leiki fyrir stelpur á fleiri stöðum.
Ein hugmyndin var að aðalsöguhetjan sé tískusýningastjóri sem þarf að velja fyrirsætur, staði, tónlist og setja saman föt fyrir sýningar. Svo eru Gaultier og Galliano að dæma og gefa stig. Þetta skyldi vera mikill samskiptaleikur og skiptir miklu máli hvernig talað er við Naomi og Kate því maður fær stóran mínus ef þær rjúka út í fússi. Önnur hugmynd var auglýsingaleikur. Hvernig á að trana sér áfram á auglýsingastofu? Hvernig á að slá í gegn með fatabúð sem Hagkaup er að reyna að kaupa út o.s.frv. Hægt er að búa til ógrynni af “frama-leikjum” sem við stelpur myndum fíla í botn og væru þeir kannski til að koma manni á bragðið með val á framtíðarstarfi. Þessa leiki vantar á markaðinn, ekki fleiri handsprengju-Helgur með basúkkubrjóst sem drepa allt í augsýn. Allur þessi ofbeldisofsi er kannski ástæðan fyrir að stelpur eiga það oft til að leita hugsvölunar í leikjum þar sem kyn skipti engu máli eins og spilaleikjum eða Tetris. Eru það góðir og gildir leikir en þeir koma ekki hjartanu af stað í einhverju æði eins og góðir leynilögguleikir þar sem grafíkin er óaðfinnanleg og plottið er aðeins meira og dýpra en hvernig hnakk við eigum að nota á hoho eins og í Barbie-leiknum. Ævintýraleikir eru kannski meira fyrir stelpur en bardagaleikir því við eigum það til að vilja kynnast öllum áður en við drepum þá. Við eigum það líka til að vera frekar hysterískar og margar góðhjarta stúlkur meika engan veginn tvær vélbyssur, basúkku og alla þessa drápsþörf. Hugsunin að drepa sæta töffarann sem er að fara að rústa þér getur verið yfirþyrmandi en eitt er víst að við stelpur fílum það samt miklu betur en leiki þar sem einu kvenkarakterarnir eru í hlutverkum prinsessunar sem þarf að bjarga og karlætunnar sem hetjan drepur. Að vísu er hér verið að tala út frá einu sjónarhorni og ég þekki fullt af vægðum sem myndu tapa sér yfir Cosmopolitan Virtual Makeover- leiknum með Digital myndavél á aðeins tíuþúsundkall. Þannig að við getum alveg fundið inn á milli leiki við hæfi ef við reynum. Málið er bara að þegar maður labbar inn í tölvubúðir í dag, sér maður bara alla þessa blóði drifnu tortímendur í hillunum og er þá alveg skiljanlegt að bjartar blómarósir hrökklist út án þess að láta sér detta í hug að þarna gæti verið eitthvað skemmtilegt Skemmtunin er samt til staðar….einhversstaðar innst inni í hillu. Leitum og vér munum spila.(Betarokk)
(Greinarhöfundur þessi fékk 100 aukastig fyrir góða grein)