Mér datt í hug að það kæmi smá CPMA áhugi í kjölfar QLAN2, svo ég setti upp CPMA 1.22 server með RA3 maps og öllu. Hann er á skjalfti16.simnet.is:27960
Moddið býður upp á promode, promode2 og venjulegt Q3A spil með fullt af nýjum möppum og gamtypes (þar á meðal FreezeTag og Multi-Arena spili á Rocket Arena 3 maps).
Til að setja upp CPMA 1.22 þarf þetta tvennt:
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/mods/cpma/1.2/cpma120-full.zip">CPMA 1.2</a> [ 82.8MB ]
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/mods/cpma/1.2/cpma122-upgrade.zip">CPMA 1.2 til 1.22 patch</a> [ 0.5MB ]
Bæði unzippast í Quake III Arena möppuna með ‘use folder names’ á (sumt fer í baseq3, annað í cpma möppuna).
Til að geta spilað RA3 möppin (sem verða örugglega oft í gangi á servernum!) þarf að auki að sækja þennan og unzippa í Quake III Arena möppuna (með folder names líka):
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/mods/ra3/maps/ra3maps.zip">RA3 maps</a> [ 128MB ]
Í CPMA virka flestar sömu skipanir/breytur og í OSP, en ég ráðlegg mönnum að skoða ..\cpma\docs möppuna - þar eru upplýsingar um allt sem máli skiptir.
Fyrir þá sem ekki þekkja hefur Clan Arena/Rocket Arena í CPMA ýmislegt umfram OSP CA:
- Hægt er að stofna 3 lið og sigurvegari heldur velli (winner stays)
- Hægt er að spila RA3 möppin og geta því verið margir leikir í gangi á mismunandi ‘arenas’ á sama tíma
- RA3 möppin eru hvorki fleiri né færri en 20, og hvert inniheldur 4-5 arena
- Val á milli promode, promode2 og VQ3
FreezeTag virkar svo eins og CA, nema hvað menn frjósa þegar þeir eru fraggaðir og liðsfélagi getur lífgað þá við með að standa við hlið þeirra í nokkrar sek. Lið skorar þegar allir andstæðingar eru frosnir á sama tíma. Snilldargametype! :)
/callvote gefur lista yfir hluti sem hægt er að vota um, /callvote item gefur nánari upplýsingar um það item.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu moddsins, <a href="http://www.promode.org">www.promode.org</a>.
Kv,
Smegma