PunkBuster verður virkur á keppnisþjónum í CTF keppni Thursins. Því er nauðsynlegt að allir leikmenn prófi fyrir fram að spila á keppnisserverunum, en þeir eru eftirfarandi:

Skjalfti43.simnet.is:27970
Skjalfti43.simnet.is:27971
Skjalfti43.simnet.is:27972

Lykilor ðið á þá alla er ‘thurs’.

Þeir sem eru með PunkBuster uppsettan þurfa einungis að virkja hann með að skrifa ‘/pb_cl_enable’ í console. Þeir sem eru ekki með hann uppsettan (engin pb mappa undir Quake III Arena möppunni) þurfa að installa <a href="http://static.hugi.is/games/quake3/pr/q3pointrelease_132.exe“>PR 1.32</a> aftur og gæta þess að velja ‘yes’ við PunkBuster (og svo vita skula að virkja hann eins og sýnt er hér að ofan).

PunkBuster verður m.a. notaður til að blokka hið svokallaða ”assjumping" RJ script. Cl_yawspeed _verður_ alltaf að vera á milli 1 og 250 á Thurs.CTF servers. Ef það breytist út fyrir þetta range í miðjum leik, verður viðkomandi spilari umsvifalaust bannaður (sjálfvirkt og áður en assjumpið byrjar m.a.s.).

Athugið að eðlilegt er að geta ekki spilað í smávegis tíma eftir að virkja/nota PB í fyrsta skipti. Serverinn heldur leikmönnum í spec meðan clientinn er að uppfæra sig. Uppfærslan getur tekið nokkrar mínutur. Því meiri ástæða til að prófa þetta fyrir fram… ;)

En lykilatrðið:

Prófið hvort þið séuð PB-ready _áður_ en þið spilið fyrsta deildarleikinn (hef ég ekki sagt þetta áður?!!? :))! Sniðugast væri ef allir clan/team leaders fengju sína menn til að koma sínum málum á hreint. Svo er von á PB á flesta Simnet Q3 servers á næstunni hvort sem er… :)

Þeir sem fá boð um að CD-keyinn þeirra sé bannaður þurfa að setja inn nýjan key í Setup - CD Key (í Q3). CD-key auth kerfið er óvirkt á þjónunum, svo þetta má vera hvaða key sem er … bara ekki sá bannaði. :P


Kv,
Smegma