Kraftaverkin gerast enn:

Þó að margir hafi talið Thursinn endanlega dauðann þá er ennþá smá líf í honum, þökk sé zodiac!

Á meðan við bíðum eftir að Skjálftamenn fari af stað með sína eigin netdeild(en þá mun Thursinn að öllum líkindum leggjast í mjög góðann dvala) höfum við að frumkvæði zodiac ákveðið að halda eitt stykki CTF deild - og má þá segja að Thursinn sé að “enda” á sama stað og hann byrjaði, fyrsta tímabil Thursins var spilað fyrir fjórum árum þegar ice, hux og fallen tóku þátt í CTF hraðmóti til að undirbúa sig vel undir næsta Skjálftamót.

Mótið verður með frekar hefðbundnu fyrirkomulagi þó svo að kortakerfið og kortalistinn sé með framúrstefnulegri hætti en vanalega. Liðum verður skipt jafnt(ekki eftir getu) í tvo riðla og mun hver viðureign vera tveir leikir(tvö kort spiluð).

SKRÁNING HEFST MÁNUDAGINN 29. MARS KL 20:00

Kortalistinn er eftirfarandi:
q3w7
q3w3
q3wcp9
q3wcp14
q3wcp15

Til að tryggja að þú hafir öll þessi kort uppset þá mælumst við til þess að þú sækir <a href="http://static.hugi.is/games/quake3/maps/current/ allt-ctf.zip">þessa skrá</a>(innanlands).

Hvort lið velur eitt kort úr kortalistanum og segja dómara/ref(eða einhverjum hlutlausum aðila sem bæði lið treysta) sitt val. Ef upp kemur sú staða að liðin völdu sama kort verða þau að velja aftur, og kortið sem þau völdu detta af listanum - s.s ekki hægt að velja það.


Notast verður við Thursinn vefsíðuna/kerfið á http://thursinn.hugi.is

Flestir þeirra sem munu taka þátt eru mjög líklega skráðir í kerfið fyrir. Ef þið munið ekki lykilorðið þá getið þið fengið það sent með því að slá inn kennitölu hér: http://thursinn.hugi.is/index.php?action=lostpass

Ef þið hafið breytt um email síðan þið skráðuð ykkur skuluð þið hafa samband við mig(Slay) á #thursinn.q3

Við mælum með því að menn sem eru ekki í clani eða ef clanið þeirra ætlar ekki að taka þátt hópi sig saman og myndi sín eigin lið til að taka þátt í keppninni. Fínir staðir til að tala saman um slík “pickup” lið eru t.d #q3ctfpickup.is og #thursinn.q3.

Fyrir þá sem ekki þekkja til kerfisins þá er það byggt upp þannig að mikill munur er á “Clani” og “liði”.

Leikmenn skrá sig í kerfið og velja síðan klan(valmöguleikar birtast efst vinstra megin). Stjórnandi klans þarf síðan að samþykkja þá í það til að gera þá fullgilda meðlimi.(fer í Klanstjórnun og velur þar neðst klanið sem hann vill breyta stillingum á)

Stjórnandi klans er sá sem stofnar það í kerfinu(gert undir “Klön”, Nýtt klan) og fer í það fyrstur(Gert undir klön).

Ef þú ert nú þegar í klani en vilt búa til nýtt klan til að taka þátt í þessari deild eingöngu(t.d pickup lið) þá þarf einfaldlega að stofna það klan(Klön - Nýtt klan) og velja það síðan í listanum undir Klön - Q3:.

ATH: Þegar búið er að skrá klan er það klan bara skráð í kerfið sjálft, en ekki neina deild. Meðlimur klansins þarf að skrá lið(undir Skráningar) til leiks í keppnina til þess að fullskrá ykkur.

Þetta gæti hljómað frekar flókið en er það í raun ekki - ekki hika við að spyrja um hjálp á #thursinn.q3 ef einhver vandamál koma upp

Hér fyrir neðan eru nákvæmari útskýringar á skráningu:

Skrá nýtt klan:
1. Clan leader fer á vefsíðuna og skráir sig inn(notar “Nýskráningu” ef hann hefur aldrei skráð sig áður)
2. Næst fer hann í tengilinn sem birtist uppi vinstra megin og heitir “Klön”
3. Þar fer hann í “Nýtt Klan” og fyllir út þá reiti sem hægt er að fylla út og ýtir svo á “Skrá”
4. Því næst velur hann aftur “Klön” tengilinn og velur síðan klanið sem hann var að stofna úr listanum sem kemur fyrir aftan “CS:”

Því næst þarf að Skrá Lið (ATH: Sætií keppni er ekki tekið frá fyrr en að lið er skráð!!!)
1. Liðsstjóri skráir sig inn og fer í “Skráningar”
2. Þar sér hann tengil undir “Thursinn.CS - Tímabil 3” sem heitir “Skrá mig” eða “Skrá lið”
3. Velur þann tengil og skýrir liðið á næstu síðu(vinsamlegast notið sama nafn á liðið og clanið ykkar heitir)
4. Því næst fær hann upp nýjan glugga þar sem hægt er að fara í að “Skrá Leikmenn”
5. Ekki er hægt að skrá leikmenn í liðið fyrr en að þeir eru búnir að skrá sig í clanið og búið er að samþykkja þá þangað af clanstjóra(sjá neðar)

Clan meðlimir samþykktir
1. Clan leader/stjóri skráir sig inn og fer á síðuna “Klanstjórnun”
2. Þar fer hann í “Skoða”
3. Þar fær hann upp lista af samþykktum og ósamþykktum meðlimum
4. Clanstjórinn samþykkir þarna þá leikmenn sem eiga að vera í claninu, ef einhver skráir sig í það clan sem hann er ekki í, getur clan leader hent honum úr því þarna.