Skjálfti 1 | 2001 er nú afstaðinn. Að mínu mati var þarna á ferð albest heppnaða leikjamót sem farið hefur fram hérlendis. Tímaáætlanir stóðust svo ekki skeikaði nema í versta falli mínútum, keppnir voru jafnar og skemmtilegar; fá leiðindamál komu upp, og serverar, rafmagn og staðarnet rokkuðu pheitt™. Maturinn var hinn ágætasti, og allt samstarf við Breiðablik með besta móti.
Ég vil þakka öllum sem að mótinu komu aðstoðina - mót af þessari stærðargráðu verður ekki að veruleika án þess að margar hendur komi að því. Auk okkar Skjálftap1mpa var þarna breiður og dyggur her aðstoðarmanna, og kunnum við þeim öllum bestu þakkir - þið vitið hver þið eruð.
Sigurvegurum vil ég óska til hamingju, og hvetja aðra til dáða svo næsta mót megi verða enn betra. Það er merkilegt að í eins fámennu landi og okkar sé hægt að halda _fjögurhundruðogfimmtíu_ manna keppni í tölvuleikjum - vekur reyndar athygli erlendis - en það segir sitthvað um styrk og breidd okkar ágæta leikjasamfélags.
Mótið markaði einnig tímamót að því leyti að nú eru í samstarfi við Thurs2k alls 7 sigurvegurum tryggður þátttökuréttur á atvinnumanna móti erlendis, auk þess sem Síminn Internet greiðir fargjöld þeirra til Amsterdam.
Skjálfti 1 sýndi svo ekki verður um villst að FPS leikjaþrenningin á fyllilega samleið hér á landi; Quake2/3, Counter-Strike og Unreal Tournament spilarar fengu þarna allir mikið fyrir sinn snúð. Stór og vegleg Counter-strike keppni, þar sem hverju liði er tryggður góður lágmarksleikjafjöldi; Quake 3 1v1, TDM og CTF. Action Quake Teamplay sýnir að oft lifir lengi í gömlum glæðum, og Unreal Tournament kom sterkur inn. Spectator support í CS 1.1 mun væntanlega þýða aðra nálgun á SpecRoom mál á næsta móti. Ef til vill er skynsamlegast að skipta því niður frá byrjun.
Að lokum vil ég þakka öllum viðstöddum, starfsmönnum, aðstoðarmönnum og leikmönnum almennt fyrir góða skemmtun, og hlakka til að sjá ykkur á S2 | 2001.
F.h. Skjálftap1mpa,
Jolli, a.k.a. MurK-Smegma