Uppsetning:
Til þess að spila Urban Terror þarftu tvo hluti. Install pakkann og kortin.

-Uppsetning leiksins.
Windows 95/98
Náðu í q3utbeta1.exe af <a href=http://www.urbanterror.net>Urban Terror vefsíðunni.</a> Tvísmelltu á exe skrána og hún býr til möppu innan Quake III Arena sem kallast q3ut. Síðan munu nauðsynlegar skrár afritast inn á þetta svæði. Takið eftir að ekki er hægt að byrja spilun fyrr en kort hafa verið sett upp að auki.

-Uppsetning korta
Hægt er að ná í stök kort af <a href=http://www.urbanterror.net>Urban Terror vefsíðunni.</a>
Q3ut1.pk3 - Í þessum pakka eru klæði og skuggar sem notuð eru í öllum kortunum. Stærð 25.3Mb
maps.pk3 - 2 kort Hotel og Swim. Stærð 15.7Mb
streets2.pk3 - Stærð 1.01Mb
trainyard.pk3 - Stærð 2.42Mb
mbase.pk3 - Stærð 9.45Mbs
Þessar skrár skulu allar settar í q3ut möppuna.

-Stillingar.
Nú þar sem allar nauðsynlegar skrár hafa verið settar inn þarf að skilgreina takkana. Tvísmelltu á “Play Urban Terror” merkið á skjámynd tölvunnar. Endurstillið alla hreyfitakka og skottakka ykkur til hæfis. Verið viss um að þið hafið valið takka fyrir “use item.”
Veljið CONTROLS. Undir því má sjá að bæst hefur við SPECIAL og RADIO. Skilgreinið SPECIAL og RADIO (leiðbeiningar hér fyrir neðan.)

-SPECIAL
Fyrstu fjórir möguleikarnir undir Special eru notaðir fyrir valmyndina í leiknum sjálfum þegar spilað er.
Show in-game menu - Þar muntu þurfa að velja með hvoru liðinu þú vilt spila, hvaða vopn þú vilt nota og hvaða aukahlut.
Next menu item - Velur næsta möguleika.
Previous menu item - Velur fyrrgreindan möguleika.
Use menu item - Staðfestir val á liði, vopni og aukahlut. (Val ykkar tekur gildi um leið og ný umferð hefst.)

-RADIO
Þessi valmynd leyfir þér að skilgreina takk til að nota talstöðina.

Að spila Urban Terror.
-Val vopna og aukahluta
Til að velja lið, vopn og aukahluti notaðu “in-game menu” eins og lýst er hér fyrir ofan. Val þitt tekur gildi við upphaf nýrrar umferðar.

-Notkun aukahluta.
Sumir aukahlutir (laser, thermal imaging goggles(hitakíkir), flashlight) geta verið kveikt og slökkt á. Í hvert sinn sem ný umferð hefst þarf að kveikja á aukahlutnum ef aukahluturinn er einn af þremur ofantöldum. Lykillinn til að kveikja og slökkva er sá sami og í venjulega Q3 er kallast use-item (t.d. use teleporter, use medikit). Aðrir aukahlutir (kevlar(skothelt vesti), silencer(hljóðdeyfir) og bandolier) eru alltaf virkir.

-Annarskonar skotstýringar
Sum vopn er hægt að nota á tvenns konar hátt. Notaðu SETUP->CONTROLS->SPECIAL Menu til að setja upp lykill til að breyta skotstýringum.

Beretta - Semi-automatic firing mode (nákvæmari en leyfir aðeins eitt skot í einu)

UMP45 - Nákvæmari en hægir á skothraða.

G36 - Nákvæmari en hægir á skothraða.

Knife - Möguleiki á að kasta hníf í stað þess að stinga.

-Kicking
Til þess að sparka andstæðing þarftu að vera upp við hann, halda niðri stökk takkanum og áfram takkanum á sama tíma. Þú verður jafnframt að horfa beint á hann.

-Zoom (Sniper, G36)
Sniper riffillinn og G36 geta zúmað. Sniper riffillinn getur zúmað allt að þrisvar sinnum 2x,4x og 6x. En G36 getur aðeins zúmað einu sinni 2x. Þú getur notað zúmið með því að nota skipanirnar zoomin, zoomout eða zoomreset. Takið eftir að nákvæmni eykst ekki með zúmi á G36 en getur komið að góðum notum þegar skjóta þarf að löngu færi.

-Útzúmun við stökk.
Spilendur munu útzúmast yfir í venjulegt sjónarhorn við það að stökkva.

-Blæðingar og sárabindingar.
Þegar skotið er í þig byrjar leikmaður að blæða (tapandi heilsustigum). Tapið fer eftir því hvar skotið var í leikmann. Til þess að stöðva blæðingar verður leikmaður að nota bandage takkann (Setup->Controls->Special Menu). Leikmenn skulu taka eftir að meðan á sárabindingum stendur getur hann ekki notað vopnið. Að sárabinda getur einnig lagað fótbrot eftir fall og skot í fótinn.

-Sárabinda liðsfélaga.
Leikmenn geta bundið að sárum félaga sinna (allt að 80 heilsustigum). Til þess að gera þetta verður leikmaður að krjúpa nálægt særðum leikmanni og smella á bandage takkann. Ef tveir leikmenn hlúa að leikmanni í einu batnar honum helmingi hraðar.

-Opna hurðir.
Ólíkt venjulegum Quake 3 opnast margar hurðir ekki af sjálfsdáðum heldur verið að nota takka til þess (Stillt í Setup->Controls->Special Menu). Til að opna hurð þarf að vera við hana og horfa á hana þegar smellt er á viðkomandi takka.

-Endurhlaða.
Öll vopn hafa takmarkaðan fjölda skotfæra en auka skotfæri eru til staðar. Til þess að hlaða tómt skotvopn þarf að skilgreina takka í Setup->Controls->Special Menu. Eins og að sárabinda tekur þetta tíma sem á meðan mun vopnið vera ónothæft.

Spilamennska.
-Nákvæmni.
Sum vopn eru nákvæmari en önnur. Samt sem áður eru ýmsar leiðir til þess að bæta nákvæmni vopnsins. Oftast munu hreyingar eins og að hlaupa og stökka minnka nákvæmni á meðan að krjúpa og standa kyrr bætir nákvæmni (en gerir þig að auðveldu skotmarki). Notandi annarskonar skotstýringar getur þú bætt nákvæmni til muna auk þess að nota laser og zúmið í sniper rifflinum.

-Fall skaði.
Fall skaði hefur verið aukinn til muna í Urban Terror. Fall sem væri eðlilegt í Quake 3 getur hér sært leikmann og jafnvel drepið. Föll geta jafnframt kallað fram að leikmaður haltri eftir lendingu geri hann ekki að sárum sínum.

-Höltrun.
Sköddun á fótum leikmanns (við skot eða fall) mun gera hann haltrann. Höltrun hægir á leikmanni og hamlar honum frá því að stökkva. Til að stöðva höltrun verður að gera að sárum.

——————————–
Þessi grein er tekin úr readme.txt
sem fylgir með Urban Terror betu1.
———————————
[PhD]ScOpE þýddi
<a href=http://www.phd.is>Vefsetur PhD</a