Er það ekki deginum ljósara, eftir öll þessi skjálftamót, að fæstir hafa einfaldlega þroska til að spila þessa blessuðu leiki svo vel megi fara. Ég man ekki eftir öðru en að eftir hvert einasta mót hafi einhver svindlað, campað, logið, eða eitthvað þar fram eftir götunum. Auðvitað segir fólk alltaf eitthvað slíkt í hita leiksins, sbr hux vs ice. En að fólk skuli væla yfir einhverjum leikjum eins og smábörn marga daga á eftir. Það er algjör geðveiki.

Ég hef mjög gaman af hóp-íþróttum hef m.a. spilað Fótbolta, Körfubolta, Q2, Q3 og AQ. En annað eins væl hef ég hvergi orðið var við eins og á sér stað hérna. Og þá yfirleitt keppendurnir sjálfir sem sjá um að níða hvorn annan. Jafnvel skipuleggjendur mótanna eru gagnrýndir fyrir að fara að reglum sem fyrirfram eru ákveðnar. Ég var fyrir löngu síðan orðinn dauðpirraður á barnaskapnum sem fylgdi þessu sporti og er það meðal annars ástæðan fyrir því að ég spila lítið sem ekkert nú orðið. Ég er ekki að segja að ég hafi verið einhver engill sem aldrei hafi sagt orð. En ég að minnsta kosti hafði vit á að hætta því eftir 1-2 ár eða svo (þangað til núna þ.e.) fullorðnir menn sem spilað hafa í fjölda ára eru rífandi kjaft eins og verstu vandræða unglingar úr vesturbænum (Hagaskóla m.a.).

Ég legg til að allir líti í eigin barm og spyrji sig: “Nenni ég að taka þátt í þessu rugli, eða vil ég reyna að hífa þessa íþrótt upp á hærra plan?”

Ég tek það fram að ég er ekki að gagnrýna þá sem taka þessu ævinlega með léttleika og eru hressir og kátir. Ég er ekki að tala um þá sem að í hita leiksins segja dómaranum að halda kjafti eða sparka í markmann andstæðingsins. Ég er að tala um vælandi kerlingarnar sem kvarta yfir bara einhverju til þess eins að kvarta!

Mamm´ykkar

peace