Sælir Skjálftabræður.
Mig langar að byrja á því að þakka Skjálftap1mpunum þeim Fluffster, Smegma, Flame, Roland, JReykdal, Banda, Höddah, IGN, JBravo og þeim hinum sem stóðu að þessu móti um helgina fyrir hreint út sagt frábært framtak. Eins og með síðustu mót þá gekk allt fyrir sig eins og í sögu og hvergi sá ég eða tók eftir einhvern misbrest á tilhögun leikja og seinkunum.
Sjálfur tók ég aðeins þátt í AQTP og AQFFA og verð ég að segja að skemmtilegri mót hef ég sjaldan spilað eins og nú. Flest liðin sýndu m4d skillz sérstaklega QNi South Central með gamla HiActive innanborðs og Beebo en sá leikur sem spilaður var á jungle1 var með því allra mesta rush-helvíti sem ég hef nokkurn tímann séð. Þrátt fyrir ýmiss leiðindi áður fyrr á korkinum var allir leikir íþróttamannslega spilaðir og ekkert gott um það að segja. Oftast verða menn eins og undirritaður mjög pirraðir í leikjum en það jafnast alltaf að leik loknum eftir sigur og þrátt fyrir tap i.e. QNI CB4 æfingaleikurinn :D
MaxTac sýndu það og sönnuðu á móti þessu að ný kynslóð af spilurum er gengin í garð og við old-bastards i.e. PhD / QNI erum ekki með viðbragðsflýtina sem þessir litlu krútt eru með. MaxTac þykir prýðis gott lið og HeMan sýndi það að hann er góður leiðtogi fyrir þann hóp. Leiðindi hlutust þó af þegar PhD-Rookies háðu við MaxTac-Leikskólabörn AQTP leik um hverjir áttu að komast í úrslit. Fór sá leikur 6-6 og í sudden death. Manhattan rýkur frá borðinu til p1mpa til þess að spyrjast um fyrirkomulag sudden death en á meðan joina allir liðin meðan Manhattan í burtu og ná ekki að gera “Team None” áður en lotan byrjar þannig að sudden-death hefst með 5 manns af MaxTac innanborðs og aðeins 1 PhD-Rookies mann. Enginn hreyfir sig og mikið fár hefst þar sem deilur fara fram en á meðan gengur AQTP klukkan og eftir 4 mínútur þá fá MaxTac stig fyrir að gera nákvæmlega ekki neitt. MaxTac deila hart um að þeir hafi unnið og að lokum dæmir Fluffster MaxTac í hag enda neituðu MaxTac að spila annað round og þykir það óíþróttamannslegt og barnalegt auk þess sem Fluffster veit ég að þykir ekki mikið til koma til PhD þannig að við höfðum ekki yfirvaldið með okkur að þessu sinni.
Annars var mótið prýðilegt fyrir utan þetta smáatvik með MaxTac og gaman verður að sjá hvort að PhD muni nenna að koma aftur að næsta móti enda við eins og QNI komnir með drulluleið á þessari spilamennsku sem viðgengur í AQTP keppnum á Skjálfta. Leiðinlegt mál en svona er þetta nú.
Með vinsemd og virðingu,
[PhD]ScOpE