svona 20 sinnum síðustu daga.
Maður veit ekki alveg hvernig eða hverjum í netheimum maður á að segja
frá svona löguðu.
En þeir sem þekkja Stona bróður minn eru ansi margir bæði Quake,irc, msn og dc++ notendur
og náttúrlega hellingur af öðru fólki sem hann hefur kynnst í gegnum netið.
Fyrir einu og hálfu ári greindist Stoni með krabbamein, flestir sem þekkja
hann eitthvað, vissu af því.
Hann fór í gegnum allan krabbameinspakkann uppskurð, lyfjameðferð og geisla.
Þetta var löng og ströng meðferð sem tók sinn toll.
Eitt er þó alveg á hreinu að húmorinn varð meiri eftir sem meðferðin varð erfiðari.
Svo kom að því að hann kláraði meðferðina og lífið varð gott á ný.
Fyrir tveimur mánuðum fór hann að veikjast á ný og byrjaði þá ferlið aftur undir öðrum
formerkjum þó. Núna varð niðurstaðan allt önnur og verri.
Í ljós kom að æxlið hafði tekið sig upp og ekkert hægt að gera. Baráttunni er nú lokið hjá Stona,
þann 5 janúar 2004 fór Stoni frá okkur fyrir fullt og allt og verður
jarðarförin n.k. mánudag 12. janúar kl. 14:00 í Glerárkirkju.
þeir sem vilja einhverjar frekari uppl geta haft samband við mig í gegnum begnus@simnet.is
ég svara eftir bestu getu.
p.s. Eitt langar mig að biðja um. Þannig er að Stoni var búinn að safna loggum í gegnum tíðina
sem hann kallaði gullkorn þetta voru bæði stutt og löng snilldar samtöl af ircinu. Nema hvað að
harði diskurinn krassaði fyrir nokkrum mánuðum og þetta er allt týnt núna. Ef einhver hefur safnað eða
á eitthvað í þessum dúr þá væri ómetanlegt fyrir okkur bræður að kíkja á.
Kveðja Mercier(mAIm)
Begnus..Get busy living, or get busy dying.