Fyrsti hluti: Inngangur
Sælt veri fólkið og gleðileg jól. Eins og flestallir vita nú þegar þá hefur komist upp að Con hefur notað forrit til að tima fyrir sig hluti (armor og megahealth) á síðustu Skjálftamótum. Í ljósi þessa leiðinlega máls finnst okkur nauðsynlegt að einhver segi alla sólarsöguna og höfum við ákveðið að segja okkar sögu. Athugið að þetta er okkar saga og okkar ályktun en ber þó að geta að við fáum ágætis rökstuðning í greininni frá ýmsum aðilum.
Annar hluti: Sagan
Con var Action Quake spilari sem spilaði með claninu HJ. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri þegar fallen ákvað að recruita hann fyrir Skjálfta 3 árið 2001. Fallen vantaði nauðsynlega fjórða mann í b-lið og var Con álitinn kjörinn í verkið. Hann var nánast óþekktur spilari á þeim tíma, en hann og flawless (fyrrverandi Skjálftameistari og frábær spilari) höfðu verið að gera góða hluti og taka miklum framförum hjá HJ. Reynt var að fá þessa tvo upprennandi spilara í fallen. Flawless neitaði boðinu en Con ákvað að kíkja á lan með fallen. Eftir að hafa lanað heila helgi ákvað hann að koma í fallen. Hann spilaði í b-liði í teamplay hjá fallen og náði ágætis árangri í 1on1 á næsta skjálfta. Á þessum tíma var hann enn óþekktur spilari. Fyrir Skjálfta 4 sama ár kom til greina að setja hann í a-liðið hjá fallen í teamplay þar sem hann var að verða ágætis spilari og kominn með mjög þétt aim. Á seinustu stundu var þó hætt við þessi áform vegna deilna hans við aðra í fallen og hann var látinn spila áfram í b-liðinu. Á þessu Skjálftamóti náði hann aftur ágætis árangri en var þó langt frá því að vera orðinn stórt nafn. Fljótlega eftir þennan Skjálfta yfirgaf hann fallen.
Eftir að hafa hætt í fallen ákvað hann að ganga til liðs við PhD, og myndaði þar sterkt teamplay lið með Active, Reyni, Manhattan og sqare. Þeir náðu ekki tilætluðum
árangri í teamplay, en “Combat Con” eins og haffeh kallaði hann á korkunum fyrir mótið, kom á óvart í 1on1 og náði 4. sæti. Skjálftamótið eftir það hafði fallen losnað upp og benni ákvað að spila með PhD. Active, Reynir og Manhattan höfðu dregið sig úr liðinu, en í staðin komu benni og Sith, sem var æfingafélagi Con í 1on1. Con endaði í 3. sæti í 1on1 á þessum skjalfta, benni lenti í 2. sæti og Butch vann. Eftir það Skjálftamót lagði PhD eiginlega upp laupana og sqare, Sith og Con gengu til liðs við ice. Á næsta Skjálftamóti eftir það sigraði Con benna í úrslitaleik, þar sem fyrst var spilað pro-q3dm6 þar sem Con yfirspilaði benna gjörsamlega og var haft mikið orð á því hvað Con væri ótrúlega öruggur á að tima hluti. Næsti leikur fór fram á q3jdm8a, þar sem lagg á mjög viðkvæmu augnabliki setti mjög leiðinlegan svip á leikinn. Con stóð uppi sem sigurvegari og hafði þar með unnið sitt fyrsta Skjálftamót. Á næsta Skjálftamóti náði benni svo fram hefndum og stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Con. Síðan þá hefur Con unnið öll Skjálftamót í 1on1, þar á meðal Skjálfta 2 árið 2003 þar sem hinn heimsfrægi spilari fox, úr claninu ice climbers, kom og atti kappi við Íslendinga og spilaði með MurK í liðsgreinum. Einnig keppti hann í erlendri online keppni, án þess þó að ná einhverjum gífurlegum árangri, en þar var aðallega kennt um slæmu pingi. Hann býður Pálma (Reaper) að koma að horfa á sig í einum leik í þessari keppni, og Pálmi tekur eftir einhverju óvenjulegu við leik Con. Hann spyr hann útí þetta og Con segir honum frá forriti sem hann sé að nota. Hann segir að hann hafi notað það í einhvern tíma og hann fær Pálma til að lofa því að tala ekki um þetta, gegn því að hann hætti að nota það eftir þessa keppni. Einnig stefndi hann á að fara á mót erlendis og ætlaði því að hætta að nota timerinn.
Þá um sumarið fer Pálmi að tala við Jolla (Smegma) um þennan timer. Hann segir Jolla allt sem hann vissi nú þegar um timerinn og spyr Jolla hvort það væri ekki ráð að banna þetta. Jolli tekur þessu sem einhverju gagnslausu timer tuði hjá Pálma og segir að þess þurfi nú ekki því það geti enginn verið að nota þetta. Pálmi kemst ekki á næsta Skjálftamót eftir það þar sem hann er erlendis, en hann fær Áka (conflict) til að fylgjast með Con. Con spilaði einmitt teamplay með fallen á þeim skjalfta, svo Áki átti auðvelt með að fylgjast með þessu. Áki komst að því að Con var ennþá að nota timerinn og hann, Pálmi og aðrir meðlimir fallen ræddu málið sín á milli og ákváðu að gera læti útaf þessu á næsta móti. Næsta mót var Stjörnuskjálfti og þeir athuga hvort Con sé ennþá að nota þetta og komast að því að Con er jú ennþá að nota þennan timer. Pálmi ræðir það við hann og Con segir að hann spili illa ef hann noti þennan timer ekki. Pálmi fer með málið beint til Jolla og segir honum að Con sé að nota þennan timer. Jolli gerir ekkert í málinu og tekur þessu aftur sem gagnslausu timer tuði af Pálma hendi. Þá um kvöldið er QNI djamm, og Pálmi talar um þetta þar og þar með fer orðið að spyrjast út.
Flestir vita nú hvað gerðist á þessum Skjálfta, en þá sem sagt upphófust einhverjar deilur um þetta á sunnudeginum og úr verður að Jolli ákveður að taka allar reglur um timers og þjálfara í 1on1 úr gildi.
Þriðji hluti: Okkar álit
Reglan sem var samin eftir Skjálfta 2 árið 2000 var einmitt samin til að koma í veg fyrir svona lagað. Pálmi fór fremstur í flokki fyrir því að fá þetta bannað, því í hans huga og margra annarra er 1on1 keppni einstaklingana og til þess að gera þessa keppni sem mest spennandi eru öll hjálpartól bönnuð. 1on1 er því keppni í því hver er með betra aim (hittni), hver fer betur um mappið (flæði og hraði), að vita af óvini og að tímasetja ýmsa hluti (aðallega red armor og megahealth). Ef þú tekur út einhvern hlutinn með því að nota utanaðkomandi forrit værirðu að svindla. Hvort sem þú notar aimbot eða timer forrit, þá ertu að fá hjálp sem aðrir eru ekki að fá og reglurnar voru samdar til þess að koma í veg fyrir þetta.
Burtséð frá því hvað Con er hittinn, hvað hann er með góða yfirferð yfir mapið eða hversu góður hann er að taka ákvarðnir um hvenær hann skuli gera árásir og hvenær flýja, þá hefur hann fengið tímasetningar á hlutum gefins. Hann hefur fengið hjálp í þeim hluta leiksins, miðað við þær staðreyndir sem koma frá Pálma, í talsvert langan tíma. Fyrir þann tíma var Con lítt þekktur spilari en síðan þá hefur Con unnið 7 af síðustu 10 stóru mótum, lent einu sinni í öðru sæti, einu sinni í þriðja sæti og einu sinni í fjórða sæti. Lauslega giskað hefur hann unnið inn 320 þúsund krónur á þessum tíma.
Við ákváðum að spurja Jolla álits um hvað honum þætti í raun og vera um þetta, burtséð frá klúðurslegum reglum. Honum finnst þetta vera svindl og samkvæmt honum væri hann bannaður af CPL mótaröðinni (stærsta leikajmótaröð í heimi, <a href="http://www.thecpl.com“>www.thecpl.com</a>) ef hann hefði notað forritið þar og það þykir víst að slíkt forrit hefði komist upp á svona stórri mótaröð. Þetta er allstaðar bannað og álitið svindl, nema hérna myndaðist smá glufa, sem Jolla fannst að hann gæti ekki refsað Con fyrir.
Svipað mál og þetta komst upp um daginn, þó ekki í neinu leikjatengdu. Það sem um er að ræða er meint svindl keppenda á síðasta Evrópumóti í frjálsum íþróttum. Þar kom í ljós að einhverjir íþróttamenn höfðu neytt einhvers konars steraefnis sem hafði ekki verið bannað hingað til (en gerði það sama og sterar gera). Efnið var því ekki á bannlista afþví það var “óþekkt”. Þeir íþróttamenn sem höfðu unnið til verðlauna en voru svo uppvísir að notkun þessa efnis neyddust til að skila verðlaununum einnig sem þeir voru dæmdir í keppnisbann. Þetta var gert þrátt fyrir að efnið var ekki á bannlista frjálsíþróttasambandsins. Nokkuð lík dæmi, ekki satt?
Fjórði hluti: Lokaorð
Hvaða skilaboð sendum við út til samfélagsins ef við álítum þetta ekki svindl? Er þá allt leyfilegt sem er ekki bannað með mjög skýrum hætti í reglum. Ef það er á gráu svæði en er ekki bannað orð með orði, er það ekki svindl? Hvar liggur ábyrgðin ef einhver finnur svona glufu í reglunum og fer inn á þetta gráa svæði, hversu margir hafa í raun vitað þetta allan tímann og hylmt yfir með honum? Finnst fólki í alvöru talað ekkert að því að maðurinn hafi unnið verðlaun fyrir um það bil 320.000 krónur af símanum með því að nota forrit sem jafnvel Jolli álítur vera svindl? Það þarf enginn að segja mér það tvisvar hversu miklu máli það skiptir í 1on1 að hafa svona forrit til að tima hluti fyrir sig. Sjálfur hef ég spilað tvo úrslitaleiki í 1on1 á Skjálftamótum og ég get sagt ykkur það að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa tímann á hlutum á ögurstundu breytir öllu. Skyndilega geturðu leyft þér að hafa einungis áhyggjur af andstæðingnum og reynt að drepa hann, þarft ekkert að temja þér einhverja reglu um að muna tímann á hlutunum (sem flestir gera). Þú eltir bara andstæðinginn á röndum eða situr um hann og svo þegar þú heyrir eitt stykki píp frá forritinu þá ferðu bara og sækir þinn hlut, ekkert vesen. Ljóst er að Jolli hefði átt að taka þetta föstum tökum strax frá upphafi og banna þetta á Stjörnuskjálfta þegar hann heyrði af þessu en ekki bíða með að banna þetta fyrir næsta mót. Það var því miður ekki gert og því varð allt þetta fjaðrafok. Kannski var allt þetta fjaðrafok fyrir bestu, það kemur a.m.k. umræða um þetta og sannleikurinn kemur fram. Hvað finnst ykkur?
<a href=”http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=56676">http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=56676</a>
<a href="http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=16329904">http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=16329904</a>
<a href="http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=51696">http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=51696</a>
<a href="http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=41551">http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=41551</a>
Í von um góða umræðu,
Daði “KaZ” Janusson
Ari “Maxium” Hróbjartsson