Sælir félagar quakearar, klukkan er 14:50 á Skjálfta 4 | 2003 og hef ég slæmar fréttir að færa.

Komist hefur upp að Con (dúel prinsinn okkar íslendinga sem sigraði rebban) sé að nota timer-“script”. Þetta er ekki innbygður feature í quake heldur utan að komandi forrit. Ekki er hægt að disqualify'a con vegna þessa því reglur gegn notkun forritsins eru ekki til enn sem komið er þó verður þetta bannað á næsta skjálfta.
Eins og margir vita hafa timerscript sem echo'a tíma á næsta Mega eða Ra eða PU í console bönnuð. Einnig er bannað að hafa coach sem lætur mann vita hvenær þessi item spawna. Forritið er eginlega samblanda af þessu tvennu og þessvegna skrítið að þetta skuli ekki vera bannað _strax_ heldur beðið með það til næsta skjálfta.

Forrit gengur útá það að notandin ýtir á einhvern takka þegar hann tekur t.d. RA og þá spilast hljóð eftir 23 sec og þá spawnar RA 2 sec seinna. Þetta veldur því að spilandin þurfi ekki að hafa áhyggjur af spawni þessara item'a og getur þar að leiðandi einbeitt sér að öðrum aspectum leiksins, eins og að miða. Þetta gefur notandanum mikið advantage yfir mótherjanum sem þarf að eyða hugarorku sinni í að reikna út hvenær í fjandanum þetta drasl spawnar og vera svo alltaf að kíkja á tíman til að sjá hvort hann sé ekki að verða seinn.

Þetta mál er náttúrúlega alger skandall og útskýrir að ýmsu duel “hæfileika” con's. Ég er ekki að segja að con sé ekki góður quakeari og er hann með mjög gott aim og stratt, en að nota svona er nú hálf lame, þó sérstaklega vegna þess að hann tekur síðan credid fyrir gjörðir forritsins. En þetta verður ekki vandamál á næsta skjálfta þar sem þetta verður harð bannað og jafnar aðeins leikina.

Ekki man ég hvað forritið/scriptið heitir þessari stundu en er þetta forrit sem JoshuaC skrifaði á sínum tíma eftir minni bestu vitneskju ef einhver hefur frekari upplýsingar um það þá endilega látið lýðin vita. :>

svona að lokum vil ég vitna í hann Butch sem er nú hin fínasti quake'ari.
“Pff, ég væri eflaust að spila duel ef ég hefði svona gott forrit”


–Kristmundur F. Guðjónsson
—-Theory, The one that explains them all.