Íslensk klön hafa yfirleitt verið mjög aktív, það verður ekki tekið af þeim. Stærstu klönin taka til að mynda yfirleitt fleiri en 1 æfingarleik á viku við önnur klön. Eitt finnst mér þó vanta í íslenska quake-heiminn og það er almennilegur quake-ladder. Einu alvöru keppnirnar sem að klönin taka þátt í eru Skjálfti og IQ. Ef að íslenskur quake-ladder yrði settur upp myndi það halda upp stöðugri samkeppni milli klananna og aukin samkeppni hefur yfirleitt bara gott í för með sér enda myndi slíkur ladder í flestum tilfellum hjálpa liðunum að stilla saman strengi sína og ávallt halda þeim í toppformi.
Ekki kann ég mikið á heimasíðugerð og því skora á aðra sem einnig hafa áhuga á að smíða ladder að skella upp einum. Það ætti ekki að vera mikið vandamál og stærsta skrefið væri auðvitað að koma honum á netið því að eftir það eiga eflaust eftir að hrúgast á stigann.

Linkar á erlenda laddera:

http://www.savageuk.com/

http://www.clanbase.com/news.php3