Eins og ég segi þá eru þetta aðeins tillögur, settar fram til meltingar og umræðna.
Mínar skoðanir:
Þessi þrjú möpp eru nokkurn veginn þau einu sem almenn ánægja ríkir með sem keppnismap. Önnur maps sem við höfum prófað í keppnum, svo sem urban3, actcity2, winter, cliff, cliff2, murder, teamdepo, etc, hafa öll sætt harðri gagnrýni úr flestum áttum og flestir viljað losna við þau. Það er einfaldlega minnst kvartað yfir leikjum á urban, tj og j1. Ég er í fljótu bragði ekki að koma auga á annað gullaldarmap sem flestir vilja spila, a.m.k. miðað við mapvoting og almennt spjall.
Auðvitað er gaman að spila önnur maps, en í stórri keppni þarf að taka tillit til fleiri þátta. Þegar stærsti titill AQTP er í húfi er fyrir öllu að ójöfn spawn skipti jafn litlu máli og tök eru á.
Mér sýndist neitunarkerfið fara vel í flesta.
Hvað roundtimelimit varðar, þá er þessi tillaga sett fram til höfuðs þeim spilastíl að reyna að ná einu skoti í kevlar og bakka svo og campa. Það er spilastíll sem mikið er kvartað undan og þó menn geti vissulega leikið eins og þeim hentar best, þá munu reglurnar auðvitað alltaf setja sitt mark á leikina og mörgum sem finnst ekki ástæða til að auðvelda mönnum sérstaklega að spila svona.
Það að leikir fari 10-7 þýðir ekki endilega að minna sé campað en í leikjum sem fara 2-1.
Nú eru menn almennt á móti því að hægt sé að vinna á dmg, en þetta er eina leiðin til að koma í veg fyrir það án þess að krukka í sourcekóðanum. JB var e-ð að skoða það, sjáum til hvað kemur út úr því.
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!
það er fullt af möppum sem hafa og er verið að vóta inn á servera,, Actcity2, Cliff, Murder ofl..
Og að segja að Urban og Temajungle hafi jafna spawnstaði er ekki rétt,, fyrir camp lið er mun betra að spawna á stærri svæðinu, og það er alkunna að það er miklu betra að spawna uppi á turni í urban en niðri á götu…
einu jafnu borðin sem ég man eftir með spawn í huga er jungle1 og lighthouse…
Murder er í raun alveg eins og urban með spawnið,, annaðhvort uppi eða niðri,, eini vondi staðurinn þar er barinn, svipað og litla girðingin undir urbanturninum…
0
Hmm, mér finnst nú bara Teamjungle og Lighthouse hafa alveg jafn góða spawnstaði, hægt að campa jafn vel á báðum :)
0
Ég er ánægður með kortaröðun og framvæmdina á því.
Ég er hinsvegar algjörlega ósammála því að hafa ekkert roundtimelimit. Þetta hefur alltaf verið eins á mótum og helvítis vitleysa að breyta því að mínu mati.
Sumum finnst hundleiðinlegt að vera í dmgfight en mér finnst það þrælspennandi. Eins og Mayhem sagði, ef fólk ætlar að campa þá verður þetta eins og fótboltaskor kannski jafntefli 0-0 ? Málið er: Ef fólk ætlar að campa gerir það það. Hvort sem roundtimelimit er 2 mín eða ekkert (20 mín). Ég meina.. það er svo það sem ég ætla að gera ef ég byrja á efsta þakinu í urban.. einfaldlega bíða þar til tíminn rennur út.
Hugsið þetta aðeins í gegn og sjáið hverjir möguleikanir eru……
Ég segi: roundtimelimit 2 mín
Allt hærra en það veldur leiðindum og hægari spilun en núþegar er.
0
jungle borðin sukka ógeðslega mikið en það mætti alveg láta actcity2 inn ef þessi jungle borð eiga að vera sko!
Nuff sayed
-KinD-
0
Ef það á að minka camp legg ég til roundtimelimit 2 eða 3. Við í FTC vorum t.d. í clanmatchi við zoom í gær og var eitt roundið milli 4-6 mín þar sem ég og Miko stóðum kjurrir báðir í 3 mín og ekkert skeði. Ef það á að hafa fleiri borð legg ég til aggression eða riot. Þar er lítið um camp nema í aggression þar sem campið yrði frekar líkt jungle1 campi.
0
sammála þessu (nema að roundtimelimit má alveg vera 3).. því … að með roundtimelimit kerfi, þá getur alveg komið rush útúr því, segjum t.d. að annað liðið sé með 2 rounda forskot eftir 15 mín, þá þarf hitt liðið að rusha til að ná því upp. Svona mörg dæmi eru til, en án roundtimelimit erum við að fara að sjá 20 mín 1 round úrslitaleik, enginn mun þora að hreyfa sig :) Og já, alveg að drepa menn til að vinna round, ekki bara dmg.
0