Af mjög svo gefnu tilefni ákvað ég að skrifa stutta grein um ctf í dag. En það mynduðust miklar umræður um það eftir þennan skjalfta, hvað það væri sorgleg leið til að útkljá leikina. En þeir voru ansi margir leikirnir sem fóru á flag tíma. Og sum lið sem voru ða komast langt, jafnvel á einhverjum 2-3 cöpum í gegnum alla keppnina. Ég er alþekktur fyrir að þykjast vita allt, og ég ætla að skrifa nokkrar leiðir til að leysa þetta á annan máta en að fara í flag tíma keppni.
Í fyrsta lagi væri hægt að breyta eðli mapana. Opna þau betur fyrir sóknirnar, færa armorinn úr base'inum, og yfir í miðjuna sem gerir það að verkum að liðin þurfa að sækja útur beisinu til að fá ekki feitt djúsaðara sóknir, á móti ekki djúsaðri vörn. Það væri hægt að fækka respawnum inní base, og setja þau lengra útí möpin. Það væri hægt að láta fólk byrja með 100 í líf í stað 125. Það vær einnig hægt að láta fólk byrja með 50 kúlur í mg, og láta hana gera 4-5 í skaða í staðinn fyrir núverandi 7. Held að þetta væru allt breytingar á leiknum sem myndu gera sókninni auðveldara fyrir að cappa, og sumar þeirra eru mjög auðgeranlegar.
Sem dæmi dytti mér til hugar að w2 yrði breytt þannig. Ra yrði hugasnlega að ya, og ya'inn í pillar hall yrði að ra. Mh respawn tíminn yrði 1 min í stað 35 sec. Shardsin bakvið fánan yrðu tekin í burtu, og það pláss helst bara fjarlægt. Respawnum inní base yrði fækkað, og þá jafnvel ekki beint já vopnum. Til dæmis er eitt respawn beint hjá lg, og annað beint hjá rail. Hugsa nú samt að ef allar þessar breytingar myndu ganga í gegn yrði vörnin living hell, en þetta eru bara hugmyndir um einhverjar breytingar. Það væri hægt að opna wcp5 töluvert með því að skipta á rl og rail inní base, jafnvel ekki hafa rail inní base, heldur setja það inní miðju þar sem sg er. Það myndi hafa umtalsverðar breytingar á hvernig wcp5 myndi spilast, og verðlauna lið fyrir að halda góðri pressu.
Önnur leið sem væri hægt að fara, er að breyta keppnis fyrirkomulagi, og þá horfi ég helst til clanbase fyrirkomulagsins. Með örfáum breytingum þó. Það væri hægt að hafa 3-4 mapa maplista, skiptir ekki öllu. 2 lið mætast, og hvort lið velur eitt kort, óháð því hvaða kort hitt liðið velur, þetta þýðir vissulega að báðir leikirnir geta farið fram á sama korti. Samalagður heildar arangur liðana er látinn gilda. Segjum sem svo, murk og sp mætast. Murk ákveður að spila q3wcp9, og sp ákveður að spila q3wcp5. MurK vinnur fyrri leikinn 4-1, og sp vinnur seinni leikinn 2-0. Þá vinnur MurK samanlagt 4-3. Segjum sem svo að sp hefði unnið seinni leikinn 3-0, þá hefði verið jafnt 4-4. Þá geri ég ráð fyrir samkvæmt mínu fyrirkomulagi að sp hefði unnið, með fleiri cöp á “úti mapi”, það er mapinu sem MurK valdi. Þetta er þekkt fyrirkomulag til dæmis í evrópukeppnum í öllum íþróttum, og af hverju ekki að láta heimakort gilda eins og heimavöll. Ef það yrði ennþá jafnt eftir þetta er hægt að fara margar leiðir í gegnum það, og í versta falli látið flag tíma gilda. En mín reynsla er sú að yfirleitt duga þessi 2 möp til að útkljá þetta.
Þetta kerfi hefur þá kosti í för með sér að góðu liðin geta valið opin kort á lakari liðin. Það er til dæmis umtalsvert erfiðara að verja q3wcp9 en q3w2. Vissulega gætu lakari liðin valið q3w2 sem sitt kort, en þau þyrftu alltaf að spila opið kort, ef það væri það sem betra liðið óskaði. Þetta líka verðlaunar þau lið sem sýna áræði á “útikorti” þó svo að seinni leikurinn geti oft leitt til þess að liðin spila hundleiðinlega, en sum lið spila nú hundleiðinlega þó staðan sé 0-0, svo það yrði nú ekkert nýtt :)
En já, þetta eru bara tillögur, og ég veit ekkert um það hversu auðvelt það er að breyta kortum, eða breyta keppnis fyrirkomulagi á skjalfta til að nota þessar tillögur, en þetta ætti allavega að starta þarfri umræðu. Því að vel flestir okkar eru hundóánægðir með hvað flag tími skiptir miklu máli.