(Upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig neðst í þessari grein.)

Búinn að leyfa hinni greininni(sjá grein fyrir neðan þessa í greinayfirliti) að malla í tæpa viku núna og loka niðurstaðan er þessi:

Notaður verður valmöguleiki 2, þ.e:

32 eða 64 manna 1on1 keppni á netinu. Líklegast verður spilað í single elimination, allavega fyrstu 1-2 umferðarnar - fer eftir fjölda skráðra spilara.

Hver viðureign verður “best of 3”, sá sem er fyrri til að vinna 2 kort fer áfram.

Kortalisti: <a href="http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=16 331272“>ne_duel</a>, <a href=”http://static.hugi.is/games/quake3/maps/1on1/nod %20m9.zip“>nodm9</a>(q3dm13 remake) og pro-q3tourney4.

Fyrir mótið mun ég gefa út lauslegan ”seeding" lista, eða niðurröðun og mun sá sem er hærra seedaður velja fyrsta kort, sá sem er lægra seedaður velja kort nr.2, af þeim sem eftir eru, og síðan verður eina kortið sem eftir stendur notað ef til þriðja leiks kemur.

Keppt verður helgina eftir Verzlunarmannahelgina, 9-10. ágúst.

Einsog ég sagði þá er skráning hafin, þeir sem forskráðu sig í síðustu viku þurfa ekki að skrá sig aftur!!

Skráning:
Sendið email á danielrun@simnet.is með fullu nafni, nicki, clani og irc rás sem þið haldið ykkur á.