Sælir,
Núna er búið að tilkynna það að Skjálfti verður haldinn í lok ágúst, eða eftir nákvæmlega 1 mánuð.
Þessvegna er ljóst að það mun ekki nást að halda TDM né CTF þurs fyrir Skjálfta þannig að upp kom sú hugmynd að halda 1on1 keppni.
Eftir smá umhugsun eru 3 leiðir í boði, og vildi ég fá að vita á hverri þeirra þið hafið mestan áhuga.
1) Halda 32 eða 64 manna 1on1 mót(hugsanlegt að halda 2 aðskilin 32 manna mót og skipta leikmönnum niður í þau eftir styrkleika) sem tekur 1-2 helgar(eingöngu spilað um helgarnar), þeir sem skrá sig verða að vera lausir til að spila þær helgar. Kortakerfið yrði með venjulegu skjálfta sniði, 3 kort í boði, kort sem allir kannast við(t.d ztn3tourney1, pro-q3dm6 og q3jdm8a). Hvor aðili velur sér kort, sá sem er “seedaður” lægra myndi velja fyrst, og spila þeir “best of 3”(fyrri til að vinna 2 kort vinnur) - ef á þarf að halda mun kortið sem eftir stendur vera spilað í þriðja leik.
2) Sama format og í 1) fyrir utan kortin: Notast yrði við blöndu af nýjum og gömlum, en óreyndum, kortum t.d: <a href="http://www.hugi.is/quake/greinar.php?grein_id=16 331272“>ne_duel</a>, <a href=”http://static.hugi.is/games/quake3/maps/1on1/nod m9.zip“>nodm9</a> - Nýtt remake af q3dm13 eftir kortagerðar snillinginn Swelt:
<blockquote>”Totally Lost (nodm9) is a remix of the classic Q3 Duel map, DM13. Apart from a retexture, the main changes are to remove some of the obstacles to smooth gameplay (low doors, low corridor ceilings) and to add floor holes to the bridge/platform area (re-introducing some the risk that thru-floors had to campers).“ </blockquote> og síðan pro-q3tourney4, það hefur mikið verið spilað í stórkeppnum erlendis en lítla athygli fengið hér heima.
3) Sama snið og í 2) nema í stað hins aðeins eldra og ”reyndara“ korti pro-q3tourney4 kemur glænýtt kort sem kallast pro-q3tourney7.
Sjálfur er ég hrifnastur af lið 2, og mun líklega nota hann nema einhver góð og gild mótrök komi frá ykkur.
Af hverju? Liður 3 er hugsanlega of stór skammtur af nýjum kortum, liður 2 eru endurgerðir af rótgrónum kortum og síðan eitt alveg nýtt kort sem hefur fengið ótrúlega góða dóma frá 98% spilara sem hafa spilað það af ráði, þar á meðal mér.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skiljið eftir athugasemd við þessa grein, og veljið hvaða sniði þið mynduð vilja keppa í.
Ef þú ert búinn að gera upp við þig að þú vilt taka þátt í þessu móti sama hvaða snið verður notað, sendu þá email á danielrun@simnet.is með subjectinu ”Thursinn - 1on1 - Skráning", láttu nafn, nick, clan og irc rás fylgja með.
p.s: Skjálfta-p1mpar fylgjast grannt með gangi mála í þessu móti og ef að eitt af nýju kortunum fær mikla spilun og góðar athugasemdir er aldrei að vita nema nýtt kort komist inn í listann fyrir næsta Skjálfta, þeir sem vilja breytingar - núna er tækifærið! ;)