Jæja,
Eins og flestir vita er kominn upp styrkleikalisti sem nær yfir alla tdm spilara sem spilað hafa á skjalfta3:61 síðan 2001. Þótt þessi listi sé ágætur til síns brúks þá eru á honum 2 alvarlegir gallar:
1) - Ég er greinilega reitaður of neðarlega
2) - Celeb faktorinn er ekki tekinn með í reikninginn.
Ég hef því tekið af mér að setja saman stuttan lista (eftir áskorun frá Maxium) þar sem tekinn er saman celeb-faktor nokkurra tdm spilara. Celeb stuðull leikmanna er nær eingöngu byggður á huglægu mati mínu (sem dómara) á framistöðu viðkomandi leikmanns.
Dómari hefur ákveðið að vera harður en sanngjarn í stigagjöf. Þó er hægt að hafa áhrif á dómara með ýmiskonar gjöfum t.d. ís og máltíðum á kfc.
Celebastig eru gefin á skalanum 1 - 10 þar sem allt fyrir neðan 5 er fall.
En hér kemur listinn þann 22.07.2003
—-
Trini - 10 stig.
Alhliða sterkur leikmaður með afburða góðan skilning á leiknum.
JBravo - 7 stig
Einn aktívasti leikmaðurinn í oldbojs deildinni.
Slay - 6.5 stig
Oldschool spilari sem fær + fyrir eswc coverið.
Zodiac - 6 stig
Gamall celebi. Er þó talin ofmetinn af sumum. Átti að fá 7 stig en lækkaði um 1 þegar dómari mundi að hann tapaði fyrir zodiac (42) - (-2) í duel á iq2000.
Amlin - 5.5 stig
Lækkar töluvert vegna óhóflegs altnikks.
Bleach - 8 stig
Talinn vera hin nýja “great white hope” eftir að sqare sneri sér að fótboltanum.
Booger - 6 stig
Ágætis leikmaður en skortir nokkuð upp á skilning á leiknum.
Cache (aka. Minium) - 7 stig
Fær plús fyrir hvað hann er duglegur (að segjast) kjósa.
Con - 9 stig
Telst fyrst celeb eftir að hafa lagt lágfótu á síðasta skjálfta.
Conflict - 8 stig
Vanmetinn leikamaður sem mætti samt vera duglegri að mæta í quad.
CorFlame - 6.5 stig
Fær plús fyrir ástundum - enda einn af leikjahæstu spilurunum.
Croax - 6 stig
Kann vel á vopnin eyðir oft of miklum tíma í að villast um möppin.
f4tal - 3 stig
Átti að fá 8 en fær -1 fyrir hvert skipti sem hann hefur skipt um klan.
gasmask - 6 stig
Virðist hafa nokkuð góðan skilning á leiknum en kann ekki á teamtalk.
H0ddyh - 7 stig
Höddi er oldschool en virðist samt oft eiga í erfiðleikum með að rata.
holtfygli (aka. illfygli) - 8 stig.
Alvöru oldschool celebi sem nær oft að lyfta leiknum á hærra plan með íþróttamannlegri framkomu og hnyttnum tilsvörum.
ketill - 8 stig
Fær umsögninna “RA og MH hogger” á stattavefnum. Tölfræðin lýgur ekki. Átti að fá 7 en fær +1 fyrir að hafa unnið cs.
Krushman - 7 stig
Átti að fá 6 en fær +1 í dreifbýlisstyrk.
Lumbri - 8 stig
Leikgleðin einkennir þennan spilara. Hann er sannkallaður sólargeisli sem kemur með birtu og yl í líf allra sem hann umgengst.
Marri - 6 stig
Hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið en nýtur þrátt fyrir það nokkurra vinsælda á serverum.
Maxium - 7 stig
Umdeildur leikmaður. Yfirleitt kosinn snemma en það er ekki talið endurspegla hæfileikana.
Vain - 8 stig
Fær +1 fyrir kfc áhuga.
Reyn1r - 9 stig
Celebi no. 1. Lyftir leiknum á hærra plan þegar hann mætir. Er þekktur af prúðmannlegri framkomu og skörulegum kosningum.
Sith - 7 stig
Á reyndar erfitt með að spila á háu fps-i. Ruglast einnig gjarnan á teammates og enemies. Er talinn ágætur hagyrðingur.
timberlake - 8 stig
Timerlake #1.
yngz - 9 stig
Íslandsmeistarinn fær +1 fyri orðheppni.
Zero - 7 stig
Hefur náð að draga nokkuð af leikmönnum á serverinn upp á síðkastið - enda vilja margir sjá formið á drengnum eftir útileguna.
Wolcom (aka. p0ty) - 8
Fær líka +1 í dreifbýlisstyrk.
—
Þessi listi er ekki tæmandi. Ef ég hef gleymt einhverjum þá vinsamlegast látið vita.
- Trini