Það var mikil framför þegar Strider kynnti til sögunnar 125Hz ‘modið’ sitt. 125Hz mod gerði fólki með fáa FPS kleyft að hreyfa sig eins og það væri með stöðuga 125 ramma (sem hefur hingað til verið talið ákjósanleg tala). Fólk gat stokkið lengra, fékk meira air control o.s.frv. Þessi kóði var síðan eins og kunnugt er settur inn í osp, og var síðan í öllum osp útgáfum eftir það þangað til að Q3 1.27 var gefinn út. Bakhliðin á 125Hz mod var sú að spilarar áttu til að festast saman, og frægt er orðið hvernig áhrif 125Hz mod hafði á leik Excalibur og Blue á Babbages í desember, en sá galli kom (að sögn Strider) aðeins í ljós þegar aðeins annar spilarinn var með cl_125Hz 1 og jafnframt því með yfir 140 FPS. Það er ljóst að 125Hz mod var ekki fullkomið, enda ekki búið til af hönnuðum quake.
Id software gerði sér hins vegar ljóst að þörfin fyrir eitthvað líkt 125Hz mod væri mikil. Þeir gerðu tvær tilraunir til að leysa vandann. Sú fyrri kom út í formi PR 1.25y BETA sem leysti námundunarvilluna sem veldur því að hærri FPS jafngilda lengri ‘skrefum’ (ef svo má að orði komast) með því að námunda allar stærðir niður. Þetta þýddi að allir fengu sama movement og það grey sem hafði verið með uþb. 40 FPS í 1.17. Flestir voru frekar ósáttir við ‘movementið’ í 1.25y, og því ákvað id að fara aðra leið í 1.27. Í stað þess að námunda allar tölur niður til þess að skapa jafnrétti í hreyfigetu bættu þeir við pmove skipununum (pmove_fixed og pmove_msec). Eins og allir vita gera þær það að verkum að serverinn færir alla spilara til óháð FPS fjölda hvers og eins. Þar að auki skapar pmove_msec 8 svipuð skilyrði og maður með stöðuga 125 ramma spilar við (í hreyfingum).
Þetta ætti þá allt að vera gott og blessað, ekki satt? Allir geta hoppað jafnlangt, allir fá falling damage á sömu stöðum o.s.frv. Mjög sanngjarnt?
Nope. Svo virðist sem einhverjir geti ekki lengur miðað eftir að allir fóru að getað flogið út um teleporterinn í T2. Módel færast undarlega til á skjánum, fólk hittir drauga með railum og svo mætti lengi telja. Skeggöld, skálmöld, best að losa sig við þetta allt saman. Skoðum það aðeins betur. 125Hz mod var fyrst sett inn í OSP 0.99g sem kom út 18. september á síðasta ári. Það var í OSP allt þangað til það var ‘portað’ yfir í Q3 1.27, en þar tók pmove við hlutverki þess. Með öðrum orðum hefur ríkt jafnræði í ‘movement’ meðal íslenskra q3 spilara, svo við takmörkum okkur bara við þá í bili, í fjóra mánuði. Það væri afar einkennileg þróun, ef hægt er að nota það orð um þetta afturhvarf, að fjarlægja þennan jafnréttisgrundvöll núna.
Hvað varðar þetta meinta hökt, verra mið o.s.frv. sem á að orsakast af pmove_fixed þá hef ég aldrei tekið eftir því. Ég er með 70 FPS í demo127 svo ég held að ég passi ágætlega í þann flokk spilara sem teljast “vera á slakari vélum”. Engu að síður er ég hæst ánægður með pmove.
Og hvað áttu við með “Þó vísa ég t.d. til sv_pure rimmunnar fyrir S1 | 2000. Sér einhver þeirri ákvörðun nú?”? Að það sé óviturlegt að vera ósammála þér Smegma? maður sjái fljótlega eftir því. sv_pure 1/0 og pmove_fixed 1/0 eiga ekkert sameiginlegt. Þessi samanburður er vægast sagt út í hött.
Og _hvaða_ raun ber vitni um það að pmove sé gallað? Þetta er allt frekar óstutt í augnablikinu myndi ég segja. Saklaus uns sekt er sönnuð, eða hvað?
Ég skil þig ansi vel þarna, enda full ástæða til að kanna nánar hvað veldur þessum einkennilegheitum, og er ég hvergi nærri búinn að taka ákvörðun.
Þú ert nú væntanlega greindari en svo að túlka “Þó vísa ég t.d. til sv_pure rimmunnar fyrir S1 | 2000. Sér einhver þeirri ákvörðun nú?” sem einhvers konar hótun. Innuendos eru ódýrt stílbragð í hæsta máta. Með þessum orðum vísa ég auðvitað einungis til þess að þótt þessi ákvörðun (já, það var einhliða ákvörðun, ólíkt núverandi pmove_fixed pælingum) hafi mætt allnokkurri andstöðu á sínum tíma, hafi hún óneitanlega reynst heilladrjúg, og “rétt”. Mikið þarf að leggja á sig til að skilja þetta sem svo “…Að það sé óviturlegt að vera ósammála þér Smegma? maður sjái fljótlega eftir því”. Þessu varð ég að svara, en kýs sjálfur að forðast slík stílbrögð, og kýs því að snúa mér að því sem um er rætt.
Sjálfum finnst mér nokkuð skemmtilegt að geta náð hinum og þessum stökkum, enda nafntogaður stökkapi í Quake 2. Skorti Quake 3 eitthvað stórkostlegt sem Quake 2 hafði eru það trickjumps. Pmove_fixed brings 'em to the masses. Séu þessir gallar virkilega fyrir hendi, er full ástæða til að skoða þetta betur - og sjá hugsanlega hvort þeir verði lagfærðir. Margir hafa vanist 125hz sampling allvel, svo ég vil síst taka það burt án ástæðu.
Um raun þá er vitni ber (hoho) má vissulega deila; mín reynsla, og margra annarra, er sú að pmove_fixed og/eða cg_smoothclients (server-side) valdi röskunum sem ekki hafa hingað til verið til staðar í Quake 3. Ég vona að við komumst nær orsökinni, en bið ykkur að kíkja í smá CTF blast á Skjalfti3.simnet.is:27960 í kvöld, þar sem við getum fiktað, cappað, skrafað og skeggrætt þetta.
Kostir universal sampling eru miklir - og téður jafnréttisgrundvöllur vegur þungt - án mikilla ókosta ætti það því ekki að víkja.
Undirritaður vonar að mönnum takist ekki að finna hótanir í þessum texta.
ps. ég er sjálfur með um 70 fps í 1.27.
Kveðja,
Jolli
0