Núna þegar einn merkasti 1on1 Skjálftinn er fyrir aftan okkur er kominn tími til að líta fram á næsta Skjálfta og mér finnst að við ættum aðeins að líta á veikleika kortavalskerfisins hér á landi.

Látum okkur sjá:

1. 4 kort eru til boða, þau eru dm6, ztn, o-dm8 og jdm8a.
Spilarar neita einu korti og síðan er kastað uppá hvort af þeim tveimur sem eru eftir er spilað.

2. Nýir spilarar eru oftast betri í ztn/o-dm8 á meðan eldri spilarar eru á heildina séð sterkari í dm6/jdm8a.
Þessi kort bjóða líka uppá mismunandi “playstyles” sem eykur ennþá á mikilvægi þess að fá RÉTT kort.

3. Þetta hlýtur að leiða til þess að það er mikill HEPPNIS “factor” þegar það kemur að því að vinna 1on1 leiki á Skjálfta.
Það er alls ekki gott.

Við höfum a.m.k tvo aðra valkosti:

1. 3 korta kerfi, losa okkur við jdm8a eða o-dm8. Þá vita allir hvaða kort eru, geta neitað sínu versta korti eða besta korti andstæðingsins og verða þá bara að vera góðir í kortinu sem verður spilað. Miklu minni “luck factor”.

2. 5 korta kerfi, bæta inn einu korti eins og p-t4/dm13/p-t7. Báðir spilarar geta þá neitað 2 kortum og eitt verður eftir.
Þetta býður uppá betri breidd og dýpt en krefst þess að spilarar æfi a.m.k 3 kort sem þeir þurfa í rauninni að gera í dag en þau eru þó fleiri en þessi 2 í fyrra kerfinu.

Komið með ykkar skoðanir og uppástungur, við þurfum að leysa þetta!

Ravenkettle
Ravenkettle