Um helgina fer fram boðsmót Optimus Gaming þar sem “meisturum” frá hinum ýmsu löndum Evrópu er boðið að keppa gegn hvor öðrum á netinu.

Í kjölfar góðs gengis ice*Con á síðasta Skjálfta, þar sem hann vann hinn sænska Fox, verður í fyrsta skipti íslenskur leikmaður á svona erlendu stórmóti, en Con var boðin þáttaka ásamt 7 öðrum spilurum frá t.d Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Ítalíu.

Meðal þáttakenda í mótinu eru tveir aðilar sem var boðið á líklega eitt stærsta og mesta Quake3 1on1 mót í sögunni, ES World Cup(http://www.esworldcup.com), en það eru hinn sænski Z4muz úr hinu fræga og gamla klani Quad Arena All Stars og hinn breski dreg.

Mótið byrjar á morgun um klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður íslenskur GTV server sem sýnir frá öllum leikjunum. Til að fá nýjustu upplýsingar beint mæli ég með því að vera á #optimsugaming á Quakenet, irc.quakenet.eu.org(ef þið eruð með nýlega útgáfu af mIrc dugir að gera /server -m ef mér skjátlast ekki(leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).

Ég er ásamt öðrum aðalskipuleggjari á bakvið þetta mót, í samvinnu við Optimus Gaming, og mun því halda #quake.is fólki “up-to-date” einsog ég get.

Líklegt er að íslenska hetjan okkar byrji mótið og mæli ég því með því að fólk mæti tímanlega á #Quake.is og GTV server.