Ég var að rabba aðeins á IRC við félaga mína úti og umtalið barst að svindlurum og hvernig ástandið er orðið eftir að Q2 var opensourced. Þar kom m.a. fram:
<SvartMunk> I dunno how to speak Brazilian, but I can kinda figure that out.
<SvartMunk> So Franck writes this bad-ass proxy/quake2.exe replacement.
<SvartMunk> And he gives it to some Brazilian friends.
<SvartMunk> He makes it purposely crippled.
<SvartMunk> You set a serverside cvar and it blocks the cheat.
<SvartMunk> Then he gets his friends to invade some Brazilian Q2 servers.
<SvartMunk> They cheat non-stop, no one can stop them.
<SvartMunk> He then approaches the server op and says, “if you give me rcon, I will show you how to stop the cheating”
<SvartMunk> If the server op tries to get the info and then change rcon, Franck rolls out another private version of his cheat.
<SvartMunk> And boom, the server is overrun again.
Þetta ástand er eflaust ekki svona slæmt hér á landi. Amk hefur enginn haft samband við p1mpa og heimtað rcon :) Það breytir því samt ekki að þessi tól eru öll þarna úti. Þessi Franco byggir öll þessi svindl sín (ratbot, nosepak, radar) beint inní quake2.exe. Þessvegna er ekki hægt að gera neitt í þessu.
Sem lítið dæmi hvað er í quake2.exe hjá honum:
Contém: AutoAim, AutoShot, Radar, ItemTimer, IP Spoof, AntiVoteKick, ShowPowerUp, NoseSpike, Glow, ShowTime, ShowPing, ShowPL, ShowName, Q2ACE Simulator, BunnyJump, SpeedHack, WallHack e muito mais.
(meira á http://franckpage.tripod.com.br/index.html)
Eftir því sem fleiri komast yfir þennan quake2.exe má búast við því að sjá fleiri og fleiri svona menn inná S4 og 5.
En það eru samt ekki öll sund lokuð. Við gætum tekið upp einskonar registered nikk system. Byrjað til dæmis smátt, t.d. eitt port á S4. Sett hlutina þannig upp að enginn fer inn án þess að hafa sitt nikk rétt og réttann passa. Þá er hægt að taka burt allar hinar varnirnar (reconnect, M4 script detectin (sem valda því m.a. að það er ekki hægt að tengjast beint á annað port eftir að hafa verið tengdur annarsstaðar) og svo frv.).
Þetta hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér sem menn gætu orðið ósattir við. T.d. geta menn ekki lengur altnikkað aðra leikmenn (nema að hafa passann hanns) og þursast online. Menn geta ekki altnikkað yfir höfuð.
Annar galli er að nýr leikmaður kemmst ekki á server fyrr en hann hefur látið skrá nikkið sitt. EF eitthvað svona er gert þá myndi p1mpar “ráða” slatta af mannskap sem hefur aðgang í nikk skráningarsíðu og getur skráð nikk.
Kosturinn er að umleið og einhver verður uppvís af einhverskonar svindli er afskaplega auðvelt að losna við hann og við losnum við allar aðrar svindlvarnir, eða amk þær sem gera okkur lífið leitt dags daglega. Menn skrá nikkið sitt með clantaggi og þar með verða clantagg passar líka óþarfir.
Ég ÍTEKA að þetta er bara HUGMYND en ekki eitthvað sem hefur verið ákveðið að framkvæma svo það er alger óþarfi að stökkva uppá nef sér og brjálast :)
Hvað finnst ykkur AQ leikmönnum um þetta ?