Ég vil hvetja leikjafíkla og aðra áhugamenn um heilbrigða íþróttaiðkun og ungmennastarfsemi að sýna stuðning við þá sem reka félagsheimilið “Skjálfta”.
Þeir sem eru í áskrift hjá símanum gætu sent stuðningsyfirlýsingu til simnet@simnet.is, þeir sem eru í áskrift hjá öðrum gætu sent kveðjur og smjaður hér á korkinn. Leggjumst öll á eitt í baráttunni fyrir því að þessi starfsemi leggist ekki af.
Hér á eftir er afrit af því sem ég sendi á simnet@simnet.is:
Vinsamlega hvetjið starfsmenn ykkar til að halda áfram að reka leikjaþjóna símnets (skjálfta-quake servera). Þið ættuð bara hreinlega að borga þeim fyrir þetta framtak, þetta er stór kostur við internet veitu símans og ætti að vera ykkur ljóst að þessi þjónusta og vinsældir hennar veita ykkur forskot á aðra internet þjónustur, a.m.k. kemur lítið annað til greina hjá mér, og mörgum öðrum, en að tengjast símneti, svo best tenging fáist við þessa leikjaþjóna.
Aðrir þjónustuaðliar hafa sett up leikjaþjóna en aldrei náð vinsældum meðan þeir hafa þurft að keppa við skjálfta. Nú er lag fyrir þá nema þið bregðist fljótt við.
Að lokum vil ég þakka fyrir góða þjónustu og vonast til að geta haldið áfram að njóta hennar í sama mæli og áður.