Halló halló!

Nú var ég svona að pæla hvort að mál væri ekki að fá inn ný kort á Skjálfta.
Í TDM finnst mér lööööngu tímabært að við sýnum nú smá þjóðarstolt sem er svo mikið talað um að við Íslendingar höfum og bætum við OSPDM6 í borðaval. Þetta er þrusu gott kort sem var spilað í thursinum, spilað í Eurocup, spilað í BNA, spilað í Barrysworld og er gert af snillinginum Druzla :P

Í 1v1 mætti alveg athuga þessi kort sem hvað mestu eru spiluð úti ef t.d. litið er til QLan og ESRInvitational. Gaman væri að sjá pro-t4 og/eða q3dm13 í spilun. Q3DM13 var nú í spilun hér back in the day :)

Í CTF mætti athuga kort eins og Q3CTF2 og Q3W7 sem að eru spiluð í Clanbase og Barrysworld deildum.

Ég er orðinn þreyttur á tilbreytingarleysi og leti/hræðslu manna við ný kort. Þegar ný kort koma þá fá minni liðin aukinn möguleika á að taka niður “betri” lið ef þau æfa sig og ég er viss um að við getum verið sammála um að það ber að verðlauna frekar fólk sem er að spila og æfa sig frekar en það fólk sem er ekki aktíft og kann á gömlu kortin bara.
Mbk,