Það hefur borið töluvert á því undanfarið að menn hafa verið að koma inn á hina “opinberu” samskiptarás okkar Quake manna (og kvenna), #quake.is á ircnet, og biðja um ólöglegan hugbúnað eða annað skylt efni (serial númer ofl.).

Við opparnari á þessari rás (flestir en því miður ekki allir) höfum tekið upp þá stefnu að leyfa ekki slíka umræðu á þessari rás því að til lengri tíma kemur það mjög mikið niður á Quake samfélaginu ef að það spyrst út að #quake.is og Quakespilarar yfirhöfuð séu dreifingarstaður og dreifingaraðilar á slíku efni.

En eins og alltaf eru misgreint fólk sem stundar þessa rás og nokkrir sem virðast algerlega blindir á ástæður þess að við höfum tekið þessa stefnu.

Í fyrsta lagi er “Warez” ólöglegt. Það er ENGINN munur á því að kópíera leiki og forrit og að hnupla úr búð (stelur kannski ekki umbúðunum, en þar liggja ekki verðmætin). Það þætti til tíðinda ef að það yrði sjálfsagt að biðja um stolna hluti s.s. hljómtæki og annað opinberlega.

Einnig verður að líta til framtíðar og hugsa til þess að menn munu þurfa styrktaraðila fyrir keppnir og fleira og eru tölvufyrirtæki nokkuð rökréttur kostur til að líta til. En þau fyrirtæki munu tæplega vera til í að styrkja íþróttagrein sem að stundar það opinberlega að stela vörum þeirra.

Að vísu verður maður að viðurkenna það að hérlendis er hlutfall ólöglegs hugbúnaðar mjög hátt (allt að 85% hefur heyrst) og er varla hægt að ætlast til þess að sú notkun dragist saman niður í 0% samstundis. Þannig verður að ganga út frá því, hvort sem fólki líkar það betur eða verr að “Warez” verður notað hérlendis í dágóðann tíma.

Því hefur verið ákveðin sú stefna varðandi #quake.is að það er BANNAÐ að biðja um og bjóða ólöglegan hugbúnað og “cracks/serials” en hvað menn gera á öðrum rásum og sín á milli persónulega í msg/query er að sjálfsögðu ekki hægt að stoppa.

Auk þess verður að taka fram að undir þetta fellur líka dreifing á kvikmyndum á VCD/Divx formi (við látum mp3 eiga sig þar til að það fer að falla undir skýrari mörk en það gerir í dag).

Nú fara án efa nokkrir aðilar af stað og spyrja hvaða “rétt” við höfum til að taka þessa ákvörðun um samfélagið og verð ég bara að svara því svona:

Þeir sem taka þessa ákvörðun vinna mikið starf fyrir samfélagið (gefa MIKIÐ meira en þeir taka) og hafa þar með meiri “rétt” en aðrir til ákvörðunartöku varðandi framtíð þess. Einnig ætti það að vera sjálfsagt mál að banna ólöglega hluti á svona opinberum stöðum.

Að lokum: Ef ykkur vantar “Warez” eða þessháttar….þá viljum við ekki sjá ykkur á #quake.is, allir aðrir velkomnir.
JReykdal