Það eru komnir inn nokkrir nýjir fídusar í AQ2 þjónana okkar, sem er hið albesta mál. Einungis einn af þessum fídusum er eitthvað sem hægt er að rífast um og ég býst alveg eins við því að sumir munu “eipa” eða verða “postal” yfir henni… :-)
Excited ? :-)
Eins og allir AQ spilarar kannast við (sumir þó betur en aðrir) lætur AQ þjónninn spilara sem standa kyrrir í 15 sek (campa í 15 sek) gefa frá sér hljóð. Nýja viðbótin er þannig að nú fá menn í staðinn 2 í damage.
i.e. fyrir hverjar 15 sek af kyrrstöðu koma 2 í damage. Þetta er ekki mikið damage á þetta löngum tíma. Það má líka breyta tímanum á flugi. Til dæmis var ofboðslega gaman að spila með 1 sek idle timeout :-) Þá mátti maður ekkert stoppa ef maður vildi ekki fá 2 í damage.
Menn sem hafa verið að prófa þetta með mér hafa komið með allkyns tillögur, eins og að sá sem er kyrrstæður í 15 sek fái 2 í damage OG droppi vopninu sínu :-) Allt er hægt.
PS: já ég veit að það er ekkert mál að streifa smá til að forðast þetta og því ættu heittrúaðir campers ekkert að hafa á móti þessu því þetta skilur sko drengina frá mönnunum í campinu ;-)