þetta á liklega heima a korkinum og lendir líklegast þar en mig langar aðeins að tjá mig um “Alt/Fakenickara”.

Fólk er í mestu makindum að spila t.d. clanarena a skjalfta þegar “dildoman” connectar. ok.. enginn þekkir dildoman, hann hefur akdrei sést áður og ekkert manns barn mundi hafa nickið dildoman. Hann hlýtur þá að vera “Alt/Fakenickari”. En hvað er svona slæmt við það? Um leið og hinn svo kallaði “dildoman” fer á “killing spree” og fraggar hina og þessa fara sumir að kvarta.

“Helv… altnickari!!”
“REALNICK!!”
“Haettu ad altnicka fíflid thitt”

Þessar fleygu settningar fara að óma um serverinn uns allir eru erðnir leiðir og fara. Allir löngu hættir að spila og í staðinn farnir að rífast við “Alt/Fakenickarann”. ekki mjög gaman að spila inni á þeim servernum.

Svo kem ég að því aftur, hvað er svona slæmt við það að fólk “Alt/Fakenicki”? Persónulega finnst mér ekkert að því. Það er ekki eins og ég verði lélegri á að spila við gaur sem ég veit ekki hver er. Fólk er að breyta um nick afþví að það er að prófa config, með lélega tengingu (bilað adsl) eða bara upp a gannið og finnst mér ekkert að því.

Hinns vegar sé ég mikla skömm í því að nota nick sem annar notar. td. sá ég áðan inni a skjalfta server [9]DOOMer vs k0z.Zero4. Efa ég stórlega að þarna hafi stórstjörnurnar sjálfar verið á ferð og myndi ég ekki vera ánægður ef einhver myndi nota mitt nick fyrir ALTNICK.

spögglerið!
Þorsteinn “thrstn” Ólafsson