Ok. Ég downloadaði þessu nýja Point Releasi frá ID, og ég var vægast sagt undrandi.
Svo virðist sem “okkar” menn hjá ID (þeir sem að forrita þessi PR) hafi enn og aftur stigið í kúk.
Ef þið hafið ekki prófað það, ráðlegg ég ykkur að gera það endilega, og er þá þægilegt að nota þessa bat fæla sem var bent á í grein hér á undan.
Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór inn í leikinn, var sem fyrr, rauði liturinn neðst í console, og þar að auki, hvað hljóðin voru hræðilega léileg. Það var eins og það væri búið að taka allan bassa feature út úr Quake, og hækka treble beyond everything.
Ég hugsa með sjálfum mér, well, I can live with this I guess…
Svo prófa ég að spila. Hvað gerist? Jújú, það er ekki sama sensitivity og fyrr. Það er _miklu_ hærra sensitivity, sem ég tengi sjálfkrafa við þetta mouse accel sem virðist nú vera innbyggt í þetta Point Release. Ég skrifa cl_mouseaccel og ýti á enter. mouseaccel is “0”.
0?!? WTG! Eins og ég fann fyrir þessu, var mouseaccel _a.m.k_ 1, ef ekki 2!.
Ég prófa að skrifa cl_mouseaccel 0.1, og 0.0000000000000001 og ýmsar aðrar breytur, en ekki fór það. Þetta hafði í för með sér að ég lækkaði sens úr 11 niður í 4. Þá fannst mér eins og hægu hreyfingarnar væru svona “svipaðar”. Svo hleyp ég aðeins um, allt _ofboðslega_ skrítið sambandi við músina, eins og það sé erfitt að hreyfa crosshairið þangað sem maður vildi, og svo reyni ég 180° snúning, og hvað gerist? Ég fer í 240°.
Er fólk að segja mér að ID finnist sniðugra að spila með mouseaccel, verra hljóð, og ekkert floor damage?
Ég segi nú bara f.u. ID, leyfið þeim sem spila að hafa leikinn eins og _þeir_ vilja, og hættið að skipta ykkur af þessu.
Ég veit ekki hvort að þetta er einstakt fyrir mína tölvu, en ég held að þetta sé nú eitthvað meira global en það.
Ég hvet fólk eindregið til þess að spila þetta PR _ekki_, heldur halda áfram að spila gamla góða 1.17, því að það er væntanlega það sem mun gerast annarsstaðar í heiminum.