Thursinn.Q3 DMTP hefst á morgun Sunnudag þegar 1. deildin spilar sína fyrstu umferð.
Allir riðlar og deildir eru komnar upp og má sjá þá og umferðir með því að fara í gegnum leiðakerfið(<a href="http://thursinn.hugi.is“>Thurs.Q3</a> -> DMTP -> Season3)
Vill biðja alla um að skoða við hverja þeir eiga að spila í fyrstu umferð vel og vandlega, og mæta stundvíslega!
1. deild spilar allta fá sunnudögum og 2. deild alltaf á þriðjudögum.
Þeir sem eru í 1. Riðli spila klukkan 20:00 en 2. riðill spilar kl 21:30 - MJÖG Mikilvægt er að leikir hefjist á réttum tíma og að leikir 1. riðils séu búnir þegar 2. riðill á að fara að keppa, þar sem að notast er við sömu servera.
Reglur koma síðar í dag, en hérna eru þær mikilvægustu:
Ætlast er til þess að fólk spili á þessum ákveðnu tímum(1. deild á sunnudögum kl 20:00 og 21:30 og 2. deild á þriðjudögum kl 20:00 og 21:30) en hægt er að semja við andstæðinginn umað spila á öðrum degi ef ekki er mögulegt að mæta með lið.
Það er gert með því að tala við andstæðinginn, ekki má tala við dómara/stjórnendur Thursinns.Q3 um málið og eiga þeir ekki að þurfa að eyða neinum tíma í slíkt - einnig þurfa þau lið þá að sjá til þess að server sé á lausu, þar sem að líklegt er að Thurs Þjónarnir verði í annarskonar notkun á öðrum dögum en Thurs.Q3 leikdögum.
Ekki má spila 1. umferðar leik í 2. umferð, og svo framvegis.
Mæti lið ekki í leik, enhitt liðið mætir - og það vill ekki semja um nýjan leikdag fær liðið sem mætti sjálfkrafa sigur - og ekkert þras!
Í öðru lagi þá er kortalistinn eftirfarandi: ospdm5, ospdm6, pro-q3dm6, cpm4, q3dm14.
Kortavalskerfið er eftirfarandi: Það lið sem er neðar á stöðu listanum(farið í undirflokk þess riðils sem þið eruð í og ýtið á ”Staða") velur kort fyrst og segir frá valinu. Síðan velur hitt liðið kort og segir frá. Til þess að velja þriðja kort þá neitar liðið sem er neðar í töflunni fyrst einu af þeim fimm sem eru í boði, og síðan neitar hitt liðið. Þetta endurtekur sig einu sinni en þá á eitt kort að standa eftir, og verður það spilað
ATH: EKKI ER SPILAÐ BEST OF 3 - ALLTAF ERU ÞRÍR LEIKIR SPILAÐIR