Well.. ég gæti reynt að koma með annál.
Árið byrjaði með skjalfta 1 í Smaranum. Gabblers mætu eins og alltaf og tóku tp'ið glæsilega… en ég held að á þessu á móti hafi í fyrstaskiptið lið sýnt einhverja mótspyrnu… þeir unnu 2 leiki með -20 fröggum.. fallen náði 2 og 3 sæti mig minnir endilega að phd með Con, Reynir, Active, og sqare hafi komið 4. Í ctf'inu mættu fallen með sitt sterkasta lið, og komu “öllum” á óvart og unnu ctf'ið í alveg hreint mögnuðum úrslita leik, sem er með ógleymanlegri (í mínum huga) loka mínútu. Í þessu liði voru Benni, Maxium, KaZ, Reaper og Anti. Gabblers komu í 2. sæti og ég er ekki með það á hreinu hverjir komu 3. og 4. Í duel vann flawless Anti sem kom úr loosers í mögnuðum úrslita leik þar sem úrslitin réðust undir blálokin.
Næsta mót ársins var thurs loka lanið sem haldið var í lansetrinu. Á því móti fannst mörgum bilið milli gabblers og hinna liðana hafa minkað.. phd náði ágætis leik við þá.. þar sem gabblers stungu af á 17. mín og wo náði mjög spennandi leik sem fór í over time.. en flwless drap glitch 20:01. Held að bæði fallen liðin hafi náð að tapa með -20 fröggum í einhverjum leikum, en Gabblers komu sáu og sigrðuðu, eins og alltaf og unnu fallen-red frekar sannfærandi í úrslitaleik. Wo-a tóku 3. sætið eftir að hafa unnið fallen-blue í vægast sagt undarlegum úrslitaleikjum, þar sem fallen skíttapaði fyrsta leik, komu með 60 fragga sigur í 2. mapi, og svo var 3. leikurinn ospdm5 þar sem wo tók sigurinn á seinasta quadi.
Hér væri kanski best að tala aðeins um framgöngu MurK í Eurocup, en þeir spiluðu seinasta leikinn sinn rétt eftir loka lan þursins. Þar áttu þeir séns á play offs sæti í seinustu umferð, en töpuðu í 3 leikjum fyrir belgísku clani sem ég man ekki hvað heitir.. :( En Murk hafði samt sem áður slegið sig rækilega inn í quake menningu erlendis og eignast marga erlenda aðdáaendur.
Skjalfti 2 sem haldinn var í smáranum var svo 3 mótið á árinu, mikið hafði breyst frá því á seinasta móti.. benni spilaði með phd.. sem náði 4. sætinu í tp, kaz var kominn í murk, og náði murk b 3. sætinu, en wo-a án flawless, en með Maxium, mér tók 2 sætið en gabblers höfðu yfirburði aftur yfir mótherja sína á þessums kjalfta, og munurinn sem hafði verið að minka á undanförnu mótum var aftur kominn í algjört rugl, og ég held að þeir hafi aldrei unnið leik með -40 fröggum. Reyndar töpuðu þeir fyrir wo í riðlunum.. en í þeim leik var styx að spila í stað arna sem átti í tölvu vandræðum.
Ctf var nokkuð fín keppni í það skiptið.. spilaðir voru tveir sex liða riðlar, og unnu MurK-Allstars ctf í úrslita leik við wo-a, KaZ hafði þá unnið 2 fyrstu skjalfta ársins í ctf, fyrri með fallen og seinni með murk og var í huga margra farinn að taka við sem Ctf kóngurinn.
Butch kom “öllum” á óvart og vann duel að mínu mati sannfærandi.. benni kom 2. og con tók 3. sætið.
Svo kom skjalfti 3, sem haldinn var í Digranesi.
Fallen mætti aftur með lið, en þeir höfðu ekki mætt með lið á skjalftan á undan, premier spilaði með wo-a, og sqare og con höfðu farið í ice frá seinasta skjalfta. MurK voru lík án Árna, sem og Glitch, en þrátt fyrir það, tóku þeir sig til og unnu tp'ið með KaZ, Butch, Olaf og Fygli. Tóku þar Sex pistols, sem var einhverskonar liðleysu lið sem ási púslaði saman, með conflict, Reaper, Reynir og Manhattan. Fallen náði 3.sætinu með Maxium, Fireal, Lumber og Benna. Í ctf'inu tóku MurK fallen í úrslitum, í vægast sagt spennandi leikjum, þar sem fallen kom úr loosers bracket og í varnarsinnuðum leik fékk fireal loka power up, regen og haste, ásamt miklum armor, í einni loka árás, tókst honum að cappa, og fallen vann 1-0. Í seinni leiknum tókst ólaf að cappa eftir 26 min leik, og MurK voru 2 faldir meistarar. Smá leiðindarmál varð um duelið, ætla ég ekki að eyða miklu púðri í það, en mér finnst nauðsynlegt að minnast á það í svona annál, en þar tók Con, benna í undarlegum úrslitaleik, en con spilaði þá engu að síður mjög vel. KaZ tók 3. sætið ef ég man rétt.
Árið endaði svo með skjalfta 4, þar sem ýmislegt hafði breyst frá því seinasta skjalfta. Þarna mætti fallen með 2 sterk lið, og menn eins og Anti og OzIaz sýndu andlit sitt aftur, en þeir höfðu ekki spilað síðan á lokalani þursins. MurK mætti aftur með sitt sterskasta lið, og voru með 2 góð tp og ctf lið. Í tp'inu vann MurK, eins og alltaf, fallen-massiv, með anti, reaper, oziaz og reynir komu 2. og fallen-blue tók 3. sætið, en fallen liðin spiluðu magnaðan leik á ospdm5 um hver fengi sæti í úrslitaleik og kom þar fallen blue vafalaust mörgum á óvart með því að standa all hressilega í massiv. Wo tóku 4. sætið, en þeir töpuðu frekar stórt fyrir fallen-blue, en þeir höfðu fyrir þennan leik unnið þá 1x í keppninni á undan, og kom svona sanfærandi sigur kanski eilítið á óvart.
Ctf'ið var að mínu mati sérstakt, ási hafði dregið
úr aliði ice, og þeir voru frekar sannfærandi með sqare sem ógnandi sóknarmann. Þeir komust alla leið í úrslitin, en töpuðu þar fyrir MurK-gabblers. Fallen tók 3. sætið, með lið sem margir héldu að kæmist lengra, og wo tók 4 sætið.. ef minni mitt er ekki að bregðast mér :)
Benni tók duelið (loksins:))) kom Con.. hver annar í 2. sætið og KaZ og anti tóku hin.
Held að það sé rétt að enda þetta svo á smá umfjöllun um framgöngu murk í eurocup, en þeir komust í playoffs, en töpuðu þar fyrir einhverju liði, en höfðu stimplað sig í 5-6 sæti, ef ég man rétt í evrópu, og þar af leiðandi heiminum? Glæsilegt hjá þeim.
En já, sem sagt í stuttu máli sagt, var þetta ár murks, unnu allar keppnir nema 1, og yfirleitt með talsverðum yfirburðum. KaZ tók við Ctf titlinum alla skjalftana, og hefur glatað titlinum sem hann hafði innan okkar vinahóps sem Makaveli.is og er orðinn Daði Ctf. Ætli þetta sé ekki orðið nokkuð gott, og vil ég bara þakka öllum fyrir árið, bæði skjalfta stjórnendum, og samspilurum og andstæðingum mínum, og ég vonast eftir skemmtilegu ári. Hver veit, kanski gerist eitthvað nýtt þetta árið ;)